Hugur - 01.01.1991, Page 51

Hugur - 01.01.1991, Page 51
HUGUR W. V. Quine 49 er aftur á móti afar aðsjáll í þeim hluta grundvallarins sem stendur utan rökfræði, það er, fjallar um skynreyndir. Camap tekst að skil- greina víðtækt svið hugtaka um skynreyndir til viðbótar sem engan hefði dreymt um að skilgreina á svo veikum grunni, ef ekki væri fyrir rökfræðilega úrvinnslu hans á forsendum kerfisins þar sem hann nýtir sér möguleika nútíma rökfræði af mikilli hugkvæmni. Hann var fyrsti raunhyggjumaðurinn sem lét sér ekki nægja að fullyrða að hægt væri að smætta vísindi niður í heiti beinnar reynslu, heldur gerði alvöru úr því að fylgja smættuninni eftir. Ef grundvöilur Camaps er fullnægjandi, þá er úrvinnsla hans samt eins og hann lagði áherslu á sjálfur, einungis brot af heildaráætlun- inni. Hann lagði einungis drög að útleiðslu jafnvel einföldustu staðhæfinga um efnisheiminn. í þessu efni gáfu tillögur Carnaps mikið til kynna þótt einungis væri um drög að ræða. Hann skýrði ein- staka tímarúmspunkta sem raðfemdir rauntalna, og áleit að punktum væru eignaðir skynjanlegir eiginleikar samkvæmt ákveðnum reglum. í stuttu máli sagt var ætlunin sú að eiginleikarnir skyldu eignaðir einstökum punktum á þann hátt að fá fram einfaldasta heim sem félli að reynslu okkar. Lögmálið um lágmarksvirkni átti að vera okkur leiðarljós við að smíða heiminn úr reynslu. Carnap virtist samt ekki gera sér grein fyrir að meðferð hans á efnislegum hlutum gat ekki talist smættun, ekki einungis af því að um drög var að ræða, heldur eðli sínu samkvæmt. Samkvæmt reglum hans átti staðhæfingum með sniðinu „Eiginleiki q er á punktinum x;y;z;t“ að vera úthlutað sanngildum þannig að gert yrði sem mest og sem minnst úr ákveðnum heildareinkennum, og með aukinni reynslu átti smám saman að endurskoða sanngildin í sama anda. Mér virðist þetta góð svipmynd af raunverulegu vísindastarfi (en vissulega afar einfölduð mynd, eins og Carnap gerði sér ljóst); en hún gefur enga vísbendingu, ekki einu sinni frumdrög að vísbendingu, um hvernig staðhæfing með sniðinu „Eiginleiki q er á x;y;z;t“ gæti nokkru sinni verið þýdd yfir á málið um skynreyndir og rökfræði sem Carnap leggur til grundvallar. Tengið „er á“ er eftir sem áður óskilgreind viðbót; reglumar segja okkur til um notkun þess en ekki hvernig við getum losnað við það. Camap virðist hafa áttað sig á þessu atriði eftir á; því að í seinni skrifum hans hætti hann við hugmyndina um að hægt væri að þýða 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.