Hugur - 01.01.1991, Síða 51
HUGUR
W. V. Quine
49
er aftur á móti afar aðsjáll í þeim hluta grundvallarins sem stendur
utan rökfræði, það er, fjallar um skynreyndir. Camap tekst að skil-
greina víðtækt svið hugtaka um skynreyndir til viðbótar sem engan
hefði dreymt um að skilgreina á svo veikum grunni, ef ekki væri fyrir
rökfræðilega úrvinnslu hans á forsendum kerfisins þar sem hann nýtir
sér möguleika nútíma rökfræði af mikilli hugkvæmni. Hann var fyrsti
raunhyggjumaðurinn sem lét sér ekki nægja að fullyrða að hægt væri
að smætta vísindi niður í heiti beinnar reynslu, heldur gerði alvöru úr
því að fylgja smættuninni eftir.
Ef grundvöilur Camaps er fullnægjandi, þá er úrvinnsla hans samt
eins og hann lagði áherslu á sjálfur, einungis brot af heildaráætlun-
inni. Hann lagði einungis drög að útleiðslu jafnvel einföldustu
staðhæfinga um efnisheiminn. í þessu efni gáfu tillögur Carnaps
mikið til kynna þótt einungis væri um drög að ræða. Hann skýrði ein-
staka tímarúmspunkta sem raðfemdir rauntalna, og áleit að punktum
væru eignaðir skynjanlegir eiginleikar samkvæmt ákveðnum reglum.
í stuttu máli sagt var ætlunin sú að eiginleikarnir skyldu eignaðir
einstökum punktum á þann hátt að fá fram einfaldasta heim sem félli
að reynslu okkar. Lögmálið um lágmarksvirkni átti að vera okkur
leiðarljós við að smíða heiminn úr reynslu.
Carnap virtist samt ekki gera sér grein fyrir að meðferð hans á
efnislegum hlutum gat ekki talist smættun, ekki einungis af því að um
drög var að ræða, heldur eðli sínu samkvæmt. Samkvæmt reglum
hans átti staðhæfingum með sniðinu „Eiginleiki q er á punktinum
x;y;z;t“ að vera úthlutað sanngildum þannig að gert yrði sem mest og
sem minnst úr ákveðnum heildareinkennum, og með aukinni reynslu
átti smám saman að endurskoða sanngildin í sama anda. Mér virðist
þetta góð svipmynd af raunverulegu vísindastarfi (en vissulega afar
einfölduð mynd, eins og Carnap gerði sér ljóst); en hún gefur enga
vísbendingu, ekki einu sinni frumdrög að vísbendingu, um hvernig
staðhæfing með sniðinu „Eiginleiki q er á x;y;z;t“ gæti nokkru sinni
verið þýdd yfir á málið um skynreyndir og rökfræði sem Carnap
leggur til grundvallar. Tengið „er á“ er eftir sem áður óskilgreind
viðbót; reglumar segja okkur til um notkun þess en ekki hvernig við
getum losnað við það.
Camap virðist hafa áttað sig á þessu atriði eftir á; því að í seinni
skrifum hans hætti hann við hugmyndina um að hægt væri að þýða
4