Hugur - 01.01.1991, Side 55

Hugur - 01.01.1991, Side 55
HUGUR W. V. Quine 53 reynslu með endurmati á ýmsum mismunandi hlutum þess; en í tilfellunum sem við nú gerum okkur í hugarlund mundi eðlislæg tilhneiging okkar til að raska heildarkerfinu sem minnst leiða okkur til að beina endurmati okkar að þessum ákveðnu staðhæfingum um múrsteinshús og nykra. Okkur virðast því þessar staðhæfingar fela í sér beinni tilvísun til reynslunnar en fræðilegar staðhæfingar eðlisfræði, rökfræði eða verufræði. Líta má svo á að síðarnefndu staðhæfingamar séu staðsettar nálægt miðju heildarkerfisins, sem þýðir einfaldlega að lítið er um að forgangstengsl við ákveðnar skyn- reyndir komi í ljós. Sem raunhyggjumaður tel ég hugtakakerfi vísindanna eftir sem áður verkfæri sem í raun er ætlað að segja fyrir um komandi reynslu í ljósi liðinnar reynslu. Efnislegir lilutir koma sem hugtök inn í aðstæðurnar sem hentugt millistig — ekki samkvæmt skilgreiningu út frá reynslu, heldur einfaldlega sem ósmættanleg festi,18 þekkingar- fræðilegar hliðstæður guða Hómers. Sem áhugamaður um eðlisfræði trúi ég á efnislega hluti og ekki á guði Hómers; og ég tel það vísinda- lega villu að trúa öðru. En frá þekkingarfræðilegu sjónarmiði er enginn eðlismunur á efnislegum hlutum og guðum, heldur einungis stigsmunur. Báðar þessar tegundir fyrirbæra verða þættir í hugarheimi okkar einungis sem viðteknar venjur eða festi menningar okkar. Goðsögnin um efnislega hluti hefur þekkingarfræðilega yfir- burði vegna þess að hún hefur reynst árangursríkari en aðrar goðsagnir sem tæki til að koma viðráðanlegri mynd á breytileika reynslunnar. Við setjum okkur ekki einvörðungu festi um efnislega hluti sem greina má berum augum. Til þess að gera lögmál um stærri hluti, og á endanum lögmál reynslunnar, einfaldari og viðráðanlegri gerum við ráð fyrir hlutum af stærðargráðu frumeinda; og við þurfum ekki frekar að búast við eða krefjast endanlegrar skilgreiningar á fyrir- bærum eins og frumeindum og öreindum út frá sýnilegum fyrir- bærum en skilgreiningar á sýnilegum hlutum út frá skynreyndum. Vísindin eru framhald af heilbrigðri skynsemi, og þau halda áfram því heilbrigða skynsemisráði að bæta við fyrirbærum til þess að einfalda kenningar. 18 Sjá From a Logical Point ofView, s. 17 o.áfr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.