Hugur - 01.01.1991, Page 85
HUGUR
Skúli Pálsson
83
tengjast. Ef mér dettur ekki í hug hiti þegar ég sé eld þá hef ég tak-
markaða hugmynd um það fyrirbæri sem fyrir augu mín ber, og ef
mér dettur ekki í hug hestur þegar ég heyri orðið „hestur“ þá skil ég
ekki þetta orð. Og þetta á við um allt sem fyrir okkur getur borið,
þegar við skynjum eitthvað tengjum við aðrar hugmyndir okkar við
það; annars er ekki hægt að segja að við höfum þekkingu á hlutunum.
Ég tengi auðvitað saman hugmyndirnar um eld og hita af því ég hef
einhvemtíma orðið þess var að þetta tvennt fylgist að. Þegar ég sé eld
kallar ímyndunaraflið fram hugmynd um hita. Þessvegna talar Kant
stundum um „endurframköllun ímyndunaraflsins" og kallar þennan
hæfileika „endurframkallandi ímyndunarafl" (Reproduktive
Einbildungskraft) eða „rauntækt ímyndunarafl“, því það vinnur
aðeins úr því sem við höfum komist að raun um. Ef við höfum komist
að raun um að eldur og hiti fara oft saman þá hefur ímyndunaraflið
tilhneigingu til að tengja saman hugmyndimar um eld og hita. En það
getur aldrei gert neitt nema moða úr þeim efnivið sem gefinn er í því
sem við komumst að raun um, það skapar aldrei neitt nýtt. Reglumar
sem það fer eftir kallar hann eins og Hume „hugmyndatengsl“
(Assoziation).
Takmarkanir hins rauntæka ímyndunarafls
Þótt Kant sé að mörgu leyti sammála kenningunni um hugmynda-
tengslin þá er hann fjarri því að byggja alla þekkingarfræði sína á
henni. Hann er sannfærður um að eitthvað sé hægt að vita með sanni
um grundvallarsamhengi heimsins, það er að segja að heimurinn sem
við höfum reynslu af geti ekki annað en myndað ákveðna
reglubundna heild því að annars væri ekki einu sinni hægt að hafa
vitund um hann. Hann telur að ef við hefðum ekki vitund um þetta
grundvallarsamhengi þá gætum við ekki heldur tengt saman
hugmyndir og borið saman hluti til að fella þá undir hugtök. Vitund
okkar um grundvallarsamhengi heimsins kemur því á undan öllum
hugtökum um einstök svið veruleikans og er því fyrirframþekking.
Hume gengur út frá því að þegar ríki samhengi meðal fyrir-
bæranna. Hann tekur því sem staðreynd að fyrirbæri líkist, liggi
saman eða orsaki hvert annað í hinum sérstaka skilningi sínum á
orsakatengslum. Þegar allt kemur til alls gengur hann út frá því að