Hugur - 01.01.1991, Page 92
90
Hlutur ímyndunar í þekkingu
HUGUR
að við höfum ekki þekkingu á neinu nema eiginleikum sjálfra
okkar.IX Margir hafa reynt að komast hjá þessari ályktun með því að
túlka kenningu Kants sem hreina hugtakagreiningu, þar sem ekkert er
minnst á hæfileika hugans eins og ímyndunarafl.19
Gagnrýninni um að með þessari kenningu sé öllum veruleikanum
breytt í tóma ímyndun má svara þannig að sú sameining sem
forskilvitleg ímyndunarafl kemur á er alls ekki háð duttlungum hvers
og eins likt og hið venjulega ímyndunarafl sem getur búið til hinar
furðulegustu myndir. Sameiningin fer eftir fyrirfram ákveðnum
reglum sem má kalla nánast rökfræðilegar. Þær reglur gilda fyrir alla,
þannig að þetta ímyndunarafl getur ekki verið einstaklingsbundið.
Það er ljóst að það sem Kant kallar „forskilvitlegt ímyndunarafl“
er mjög fjarri hinum hversdagslega skilningi okkar á ímyndun, sem
er sá að hugsa sér eitthvað sem ekki er til í veruleikanum. Með því
ímyndunarafli er unnið úr einhverju tilteknu sviði reynslunnar en
Kant er að fjalla um eitthvað sem verður að vera í allri reynslu til
þess að yfirleitt sé hægt að vinna úr henni. Þessvegna mætti kannski
segja sem svo að orðið „ímyndunarafT sé villandi hér og réttast væri
að sleppa því. Kannski hefur Kant komist að þessari niðurstöðu
sjálfur, því í annarri útgáfu Gagnrýni hreinnar skynsemi endur-
skrifaði hann algerlega þann kafla sem fjallar um þetta mál og notaði
þá orðið „ímyndunarafl“ mjög lítið.20
Samt eru nokkrar ástæður sem réttlæta það að nota þetta orð. Ein
er sá klassíski skilningur á ímyndunarafli að það sé eitthvað á milli
skynjunar og hugsunar. Það er ekki háð því að einstakur hlutur sé
nærri eins og skynjunin er, og að þessu leyti líkist það hugsun.
Hugsun er hinsvegar almenn en ímyndunaraflið snýr að hinu einstaka
og að þessu leyti líkist það skynjun. Það er einmitt þegar kemur að
spumingum um hvernig hið einstaka er skynjað og fellt undir hugtök
sem kenning Kants er gagnleg, til dærnis hugtök eins og mergð,
sameining og eining vitundar.
18 J. N. Findlay, „Kant and Anglo-Saxon Criticism", Proceedings of the Third
Inlernational Kant Congress, (ritstj. Lewis White Bcck, Dordrecht 1972).
19 P. F. Strawson, The Bounds ofSense, An Essay on Kant’s Critique of Pure Reason
(Methuen, London 1966).
20 Hér er um að ræða kafla sem heitir „Dcr Deduktion der reincn Verstandcsbegriffe
zweiter Abschnitt" . Flest það sem hér að framan hefur verið rakið er sótt i þennan
kafla.