Hugur - 01.01.1991, Page 93
HUGUR 3.- 4.ÁR 1990/1991
s. 91-111
Ágúst Hjörtur Ingþórsson
Járnbúr skrifræðis og skynsemi
Hugleiðing um Max Weber, skynsemi, skrifrœði og
leiðtogalýðrœði.
Fyrirlestur fluttur á fundi Félags áhugamanna um
heimspeki 3. desember 1991.1
I draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.2
Svo kvað Steinn Steinnarr og það er um svona draum sem ég ætla að
fjalla hér. Þetta er í senn gamall draumur og nýr. Platon sá fyrir sér
hreina ímynd hins sanna Ríkis; Heilagur Ágústínus sá fyrir sér Helga
borg umvafða fullkomnun Guðs; Thomas More heimsótti Ólandseyju
og varð höfðinu styttri fyrir vikið; og nýjasti fullkomnunardrauminn
snýst um að sameina Evrópu alla. Nánar tiltekið, þá ætla ég að fjalla
um drauma og martraðir Max Webers unt fullkomna skynsemi og um
náðarleiðtoga. Til að afmarka umfjöllunina er rétt að skipta
viðfangsefninu í tvennt og kalla fyrri hlutann Vandamálið og þann
seinni Lausnina.
Vandamálið er það sem ég kalla í titli þessa spjalls Járnbúr
skrifræðis og skynsemi, en Weber líkti stundum hlutskipti samtíma-
manna sinna við veru í járnbúri.3 Orsök þessa helsis taldi hann fram-
1 Hugleiðing þessi er efnislega samhljóða fyrirlestri sem ég flutti í Ottawa og St.
John's í Kanada haustið 1989 og kallaðist „The Wcberian Iron Cage and thc
Prospect of Frecdom in the Age of Bureaucracy". Ég hef bælt verulega við og
byggi þar á ítarlcgri rannsóknarritgerð sem ég skrifaði um Wcber og lærisvein
hans Joseph Schumpeter við Ottawaháskóla um svipað leyti. Leiðbeinandi minn
og lærifaðir gegnum nám mitt þar, dr. Hilliard Aronovitch, á þakkir skildar fyrir
margvíslega hvatningu og ráð um cfnið. Að undanskildum orðalagsbreytingum og
nokkrum útfellingum birtist fyrirlesturinn hér eins og hann var fluttur og er rétt að
hafa það í huga við lesturinn að hér er um fyrirlcstur að ræða.
2 Steinn Steinarr, „í draumi sérhvers manns“ úr bókinni Kvæðasafn og greinar
(Helgafell, Reykjavík 1964). Birtist fyrst í ljóðabókinni Ferð án jyrirheils.
3 Sjá lokasíðumar í Die protestantische Ethick und der Geisl des Kapitalismus þar
sem Weber bregður fyrir sig þessu líkingamáli.