Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 93

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 93
HUGUR 3.- 4.ÁR 1990/1991 s. 91-111 Ágúst Hjörtur Ingþórsson Járnbúr skrifræðis og skynsemi Hugleiðing um Max Weber, skynsemi, skrifrœði og leiðtogalýðrœði. Fyrirlestur fluttur á fundi Félags áhugamanna um heimspeki 3. desember 1991.1 I draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró.2 Svo kvað Steinn Steinnarr og það er um svona draum sem ég ætla að fjalla hér. Þetta er í senn gamall draumur og nýr. Platon sá fyrir sér hreina ímynd hins sanna Ríkis; Heilagur Ágústínus sá fyrir sér Helga borg umvafða fullkomnun Guðs; Thomas More heimsótti Ólandseyju og varð höfðinu styttri fyrir vikið; og nýjasti fullkomnunardrauminn snýst um að sameina Evrópu alla. Nánar tiltekið, þá ætla ég að fjalla um drauma og martraðir Max Webers unt fullkomna skynsemi og um náðarleiðtoga. Til að afmarka umfjöllunina er rétt að skipta viðfangsefninu í tvennt og kalla fyrri hlutann Vandamálið og þann seinni Lausnina. Vandamálið er það sem ég kalla í titli þessa spjalls Járnbúr skrifræðis og skynsemi, en Weber líkti stundum hlutskipti samtíma- manna sinna við veru í járnbúri.3 Orsök þessa helsis taldi hann fram- 1 Hugleiðing þessi er efnislega samhljóða fyrirlestri sem ég flutti í Ottawa og St. John's í Kanada haustið 1989 og kallaðist „The Wcberian Iron Cage and thc Prospect of Frecdom in the Age of Bureaucracy". Ég hef bælt verulega við og byggi þar á ítarlcgri rannsóknarritgerð sem ég skrifaði um Wcber og lærisvein hans Joseph Schumpeter við Ottawaháskóla um svipað leyti. Leiðbeinandi minn og lærifaðir gegnum nám mitt þar, dr. Hilliard Aronovitch, á þakkir skildar fyrir margvíslega hvatningu og ráð um cfnið. Að undanskildum orðalagsbreytingum og nokkrum útfellingum birtist fyrirlesturinn hér eins og hann var fluttur og er rétt að hafa það í huga við lesturinn að hér er um fyrirlcstur að ræða. 2 Steinn Steinarr, „í draumi sérhvers manns“ úr bókinni Kvæðasafn og greinar (Helgafell, Reykjavík 1964). Birtist fyrst í ljóðabókinni Ferð án jyrirheils. 3 Sjá lokasíðumar í Die protestantische Ethick und der Geisl des Kapitalismus þar sem Weber bregður fyrir sig þessu líkingamáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.