Hugur - 01.01.1991, Síða 95
HUGUR
Járnhúr skrifrœðis og skynsemi
93
af nokkurri íþrótt og er óvíst mér farnaðist vel í þeirri orrahríð.5 6 Það
er þó rétt að geta þess að ég tel kenningu Webers um hlutleysi
félagsvísinda, og allra mannlegra vísinda ef út í það er farið, vera
óttalega og jafnvel háskalega vitleysu. En fyrir því ætla ég ekki að
færa rök núna, heldur hinu að sú stjómmálakenning sem hann laumar
inn í sín „hlutlausu" félagsfræði sé ekki bara vitleysa heldur háskaleg
kenning þar sem vitleysan er leidd til öndvegis.
Vandamálið: Framsókn skynseminnar
I
Rauði þráðurinn í ævistarfi Max Webers var greining hans á
„framsókn skynseminnar". Slík greining liggur til grundvallar sögu-
spekinni í Siðfræði mótmœlenda og auðhyggjan og skynsemi í fjórum
birtingarformum er meginhugtakið í höfuðriti Webers Þjóðmegun og
þjóðfélagf Notkun hans á hugtökunum „skynsemi" og „framsókn
skynseminnar" er hins vegar flókin, umdeild og jafnvel ruglingsleg á
köflum. Samlandi Webers og sporgöngumaður, JUrgen Habermas,
telur ástæðuna fyrir ruglingnum vera þá að Weber notist í greiningu
sinni við skynsemishugtak sem taki mið af sjálfsvitund einstaklinga,
en viðfangsefni hans, framsókn skynseminnar, sé á sviði mannlegs
5 Sjá Páll Skúlason, „Siðvísindi og læknisfræði" í Pœlingar (I) (Ergo, Reykjavík
1987), s. 155-187; Þorstein Gylfason, Valdsorðaskak (Fjölrit Félags áhugamanna
um heimspeki IV, Reykjavík 1984); Vilhjálm Arnason, „Um gæði og siðgæði1' í
Greinar um siöferði og samfélag (Háskóli islands, Reykjavík 1985); Gylfi Þ.
Gíslason, „Vísindalegt samfélag" í Samtíð og Saga (Reykjavík 1973), s. 51-77.
6 Þýðingarnar á bókarheitum Webers eru hér fengnar úr Inngangi Sigurðar Líndal
(sbr. nmgr. 4), en þar er að finna ýmsan fróðleik um ævi Webers, ritstörf og helstu
hugmyndir. Ritið Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus
(Siðfrœði mótmœlenda og auðhyggjan) birtist fyrst í tímaritinu Archiv fúr
Sozialwissenschaft und Sozialpolitik á árunum 1904-1905, en Weber var þá annar
tveggja ritstjóra þess. Sjá t.d. enska þýðingu Talcott Parsons The Protestant Ethic
and the Spirit of Capitalism (Charles Scribner's Sons, New York 1958). Weber
lauk ekki fyllilega við höfuðrit sitt, Wirtschafl und Gesellschaft, áður en hann dó
og var það gefið út að honum látnum. Sjá enska þýðingu H. H. Gert o.fl. undir
ritstjóm Guenther Roth og Claus Wittich, Economy and Society. An Outline of
Interpretative Sociology (3 bindi [2 bindi í nýrri kiljuútgáfum] Bedminster Press,
New York 1968). Blaðsíðuvísanir innan sviga vísa til þessarar ensku útgáfu sökum
þess að hún ein er til á Háskólabókasafni. Sjá cinnig mun aðgengilegri útgáfu á
völdum hluta þess mikla efnis sem Þjóðmegun og þjóðfélag hefur að geyma í
From Max Weber: Essays in Sociology (Oxford University Press, New York,
1946, 1958), þýtt og ritstýrt af H. H. Gert og C. W. Mills, sem í sameiningu rita
injög gagnlegan og ítarlegan inngang.