Hugur - 01.01.1991, Síða 96
HUGUR
94 Agúst Hjörtur Ingþórsson
samfélags.7 Ég hygg að þetta sé rétt athugað hjá Habermas og að
aðgreining þessara tveggja sviða gæti hjálpað okkur dálítið við að
greiða úr skynsemisflækjunni hjá Weber, þótt því miður gefist ekki
mikill tími til að fara í þau mál að þessu sinni.
Það birtingarform sem öllu máli skiptir að mati Webers varðandi
framsókn skynseminnar er tæknileg skynsemi, Zweckrationalitát.
Þessi tegund skynsemi trónir efst í virðingarstigangum hjá Weber
vegna þess að hún krefst mestrar einbeitingar og sjálfsmeðvitundar
einstaklingsins (sjálfsmeðvitundar í þeim skilningi að einstaklingur-
inn er sér þess fyllilega meðvitaður að hann er að beita skynsemi
sinni og jafnframt meðvitaður um til hvers hann beitir henni). Neðar í
virðingarstiganum er gildisskynsemi, Wertrationalitát, síðan tilfinn-
ingaskynsemi og loks venjuskynsemi. Tvær þær síðast töldu krefjast
lítillar einbeitingar og sjálfsmeðvitundar og eru oft næsta ósjálfráð
viðbrögð við utanaðkomandi áreiti.8
Tæknileg skynsemi er því sú sem hyggja þarf að. í lauslegri endur-
sögn hljóðar ein skilgreining Webers á Zweckrationalitát svo:
Athöfn er tæknilega skynsöm þegar skynsamlega er tekið tillit til
markmiða, leiða og óbeinna afleiðinga. í þessu felst skynsamleg
íhugun á mismunandi leiðum að markmiðinu, á tengslum óbeinna
'afleiðinga við markmiðið, og að lokum íhugun á hlutfallslegu mikil-
vægi mismunandi mögulegra markmiða.9
Af þessari skilgreiningu má ljóslega sjá hvers vegna íslenskir
félagsfræðingar vilja tala um „markmiðssækna skynsemi“ þar sem
Weber talar um Zweckrationalitát. Þessi skilgreining er skilgreining á
skynsemi athafna og „skynsemin" er fólgin í því að leitast við að ná
markmiði athafnarinnar á sem skilvirkastan hátt. En hvernig getur
7 Sjá Theories des Kommunikativen Handelns (Suhrkamp, Frankfurt 1981); cnsk
þýðing Thomas McCarthys, The Theory of Communicative Action (Beacon Press,
Boston 1984), fyrra bindi, s. 178.
8 Sjá Wirtschaft und Gesellschaft, 1. kafla, grein 2 (s. 24-5).
9 Sama rit (s. 26). Það er sjálfsagt að benda á það hér, að þessi skilgreining (eins og
kannski fleiri skilgreiningar) hjá Weber er hálfgerð hringavitleysa; sú athöfn er
skynsamleg þar sem skynscmi er beitt!! Með sama hætti gætum við skilgreint
„blómlegur” sem „það blóm er blómlegt, scm blómstrar!” Á þetta hafa ýmsir bent,
t.d. Stanislav Andreski sem gerir mikið grín að skilgreiningu Webers á skyn-
samlegum lögum sem endar svona: „öll formleg lög eru, að minnsta kosti form-
lcga séð, hlutfallslega skynsamleg." Sjá Weber, Wirtschaft und Gesellschaft, kafla
VIII, hluta i, grein 9 (s. 656); Andreski, Max Weber's Insights and Errors
(Routhlcdge & Kegan Paul, London 1984), s. 74.