Hugur - 01.01.1991, Síða 96

Hugur - 01.01.1991, Síða 96
HUGUR 94 Agúst Hjörtur Ingþórsson samfélags.7 Ég hygg að þetta sé rétt athugað hjá Habermas og að aðgreining þessara tveggja sviða gæti hjálpað okkur dálítið við að greiða úr skynsemisflækjunni hjá Weber, þótt því miður gefist ekki mikill tími til að fara í þau mál að þessu sinni. Það birtingarform sem öllu máli skiptir að mati Webers varðandi framsókn skynseminnar er tæknileg skynsemi, Zweckrationalitát. Þessi tegund skynsemi trónir efst í virðingarstigangum hjá Weber vegna þess að hún krefst mestrar einbeitingar og sjálfsmeðvitundar einstaklingsins (sjálfsmeðvitundar í þeim skilningi að einstaklingur- inn er sér þess fyllilega meðvitaður að hann er að beita skynsemi sinni og jafnframt meðvitaður um til hvers hann beitir henni). Neðar í virðingarstiganum er gildisskynsemi, Wertrationalitát, síðan tilfinn- ingaskynsemi og loks venjuskynsemi. Tvær þær síðast töldu krefjast lítillar einbeitingar og sjálfsmeðvitundar og eru oft næsta ósjálfráð viðbrögð við utanaðkomandi áreiti.8 Tæknileg skynsemi er því sú sem hyggja þarf að. í lauslegri endur- sögn hljóðar ein skilgreining Webers á Zweckrationalitát svo: Athöfn er tæknilega skynsöm þegar skynsamlega er tekið tillit til markmiða, leiða og óbeinna afleiðinga. í þessu felst skynsamleg íhugun á mismunandi leiðum að markmiðinu, á tengslum óbeinna 'afleiðinga við markmiðið, og að lokum íhugun á hlutfallslegu mikil- vægi mismunandi mögulegra markmiða.9 Af þessari skilgreiningu má ljóslega sjá hvers vegna íslenskir félagsfræðingar vilja tala um „markmiðssækna skynsemi“ þar sem Weber talar um Zweckrationalitát. Þessi skilgreining er skilgreining á skynsemi athafna og „skynsemin" er fólgin í því að leitast við að ná markmiði athafnarinnar á sem skilvirkastan hátt. En hvernig getur 7 Sjá Theories des Kommunikativen Handelns (Suhrkamp, Frankfurt 1981); cnsk þýðing Thomas McCarthys, The Theory of Communicative Action (Beacon Press, Boston 1984), fyrra bindi, s. 178. 8 Sjá Wirtschaft und Gesellschaft, 1. kafla, grein 2 (s. 24-5). 9 Sama rit (s. 26). Það er sjálfsagt að benda á það hér, að þessi skilgreining (eins og kannski fleiri skilgreiningar) hjá Weber er hálfgerð hringavitleysa; sú athöfn er skynsamleg þar sem skynscmi er beitt!! Með sama hætti gætum við skilgreint „blómlegur” sem „það blóm er blómlegt, scm blómstrar!” Á þetta hafa ýmsir bent, t.d. Stanislav Andreski sem gerir mikið grín að skilgreiningu Webers á skyn- samlegum lögum sem endar svona: „öll formleg lög eru, að minnsta kosti form- lcga séð, hlutfallslega skynsamleg." Sjá Weber, Wirtschaft und Gesellschaft, kafla VIII, hluta i, grein 9 (s. 656); Andreski, Max Weber's Insights and Errors (Routhlcdge & Kegan Paul, London 1984), s. 74.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.