Hugur - 01.01.1991, Side 97

Hugur - 01.01.1991, Side 97
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 95 viðleitni manna til að breyta á grundvelli íhugunar, fremur en af vana eða tilfinningahita, verið vandamál eða orðið að slíku? II Við verðum víst að kafa svolítið dýpra í greiningu og skilgreiningar Webers til að komast að því hvar skóginn kreppir að. Þá verður fyrir okkur það sem Weber kallar Rechenhaftigkeit og sem við getum kallað reikniskynsemi til að byrja með. Reikniskynsemin er upphaf- lega samofin tæknilegri skynsemi, sá þáttur eða hluti hennar sem fæst við að reikna út hagkvæmustu leiðina að settu marki — og hér er því komin hin eiginlega markmiðssækna skynsemi. Til útskýringa skulum við grípa niður í fróðlegri ræðu sem Weber flutti árið 1909: [...] Rechenhaftigkeit, reikniskynsemi, sýnir sig í hverju horni. Með henni eru afköst hvers einstaks starfsmanns stærðfræðilega mæld, hver maður verður lítið tannhjól í vélinni og meðvitaður um það snúast hans einu áhyggjur um það hvort hann geti ekki orðið stærra hjól.10 Weber ber síðan saman Þýskaland aldamótaáranna og hin fornu Egypsku konungsveldi þar sem skriffinnarnir réðu lögum og lofum: í dag nálgumst við þróun sem líkist þessu [Egypska] fyrirkomulagi í öllum smáatriðum, nema hvað okkar skipulag byggir á öðrum grunni, á tæknilega fullkomnari, skynsamari, og þess vegna vélrænni grunni. [...] Það er [...] hörmulegt til þess að hugsa að veröldin gæti einn daginn verið eingöngu byggð þessum litlu tannhjólum, litlum mönnum sem í örvæntingu halda í sín smáu störf og leggja sig alla fram við það eitt að komast í merkilegri störf.* 11 Hér er þá vandamálið komið í leitirnar; maðurinn minnkar en vélin stækkar! í dimmri þögn, með dularfullum hætti rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú. Framsókn skynseminnar merkir þá framsókn vélvæðingar á öllum sviðum samfélagsins; vélvæðingu í framleiðslu, skipulagi, efna- 10 Fyrirlesturinn sem hér er vitnað til birtist í Gesammelle Aufsaetze zur Soziologie und Sozialpolitik (Verlag Von J. C. B. Mohr [Paul Siebeck], Tiibingen 1924), s. 412 o.áfr. Hér er þetta haft eftir cnskri þýðingu J. P. Mayers á fyrirlestrinum sem er að finna í bók hans Max Weber and German Politics, 2. útg. (Faber and Faber, London 1959); sjá Viðauka I, s. 126. 11 Sama rit, s. 126-7 (í ensku þýðingunni).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.