Hugur - 01.01.1991, Page 97
HUGUR
Járnbúr skrifrœðis og skynsemi
95
viðleitni manna til að breyta á grundvelli íhugunar, fremur en af vana
eða tilfinningahita, verið vandamál eða orðið að slíku?
II
Við verðum víst að kafa svolítið dýpra í greiningu og skilgreiningar
Webers til að komast að því hvar skóginn kreppir að. Þá verður fyrir
okkur það sem Weber kallar Rechenhaftigkeit og sem við getum
kallað reikniskynsemi til að byrja með. Reikniskynsemin er upphaf-
lega samofin tæknilegri skynsemi, sá þáttur eða hluti hennar sem fæst
við að reikna út hagkvæmustu leiðina að settu marki — og hér er því
komin hin eiginlega markmiðssækna skynsemi.
Til útskýringa skulum við grípa niður í fróðlegri ræðu sem Weber
flutti árið 1909:
[...] Rechenhaftigkeit, reikniskynsemi, sýnir sig í hverju horni. Með
henni eru afköst hvers einstaks starfsmanns stærðfræðilega mæld, hver
maður verður lítið tannhjól í vélinni og meðvitaður um það snúast
hans einu áhyggjur um það hvort hann geti ekki orðið stærra hjól.10
Weber ber síðan saman Þýskaland aldamótaáranna og hin fornu
Egypsku konungsveldi þar sem skriffinnarnir réðu lögum og lofum:
í dag nálgumst við þróun sem líkist þessu [Egypska] fyrirkomulagi í
öllum smáatriðum, nema hvað okkar skipulag byggir á öðrum grunni,
á tæknilega fullkomnari, skynsamari, og þess vegna vélrænni grunni.
[...] Það er [...] hörmulegt til þess að hugsa að veröldin gæti einn
daginn verið eingöngu byggð þessum litlu tannhjólum, litlum mönnum
sem í örvæntingu halda í sín smáu störf og leggja sig alla fram við það
eitt að komast í merkilegri störf.* 11
Hér er þá vandamálið komið í leitirnar; maðurinn minnkar en vélin
stækkar!
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Framsókn skynseminnar merkir þá framsókn vélvæðingar á öllum
sviðum samfélagsins; vélvæðingu í framleiðslu, skipulagi, efna-
10 Fyrirlesturinn sem hér er vitnað til birtist í Gesammelle Aufsaetze zur Soziologie
und Sozialpolitik (Verlag Von J. C. B. Mohr [Paul Siebeck], Tiibingen 1924), s.
412 o.áfr. Hér er þetta haft eftir cnskri þýðingu J. P. Mayers á fyrirlestrinum sem
er að finna í bók hans Max Weber and German Politics, 2. útg. (Faber and Faber,
London 1959); sjá Viðauka I, s. 126.
11 Sama rit, s. 126-7 (í ensku þýðingunni).