Hugur - 01.01.1991, Side 99

Hugur - 01.01.1991, Side 99
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 97 En áður en við förum nánar út í þá sálma skulum við líta betur á vandamálið hans Webers, og raunar okkar allra, þar sem útlitið er hvað dekkst. III Á fjósbita skrifræðisins hefur reiknipúkinn hreiðrað um sig hvað best og því er það frá skrifræðisskipulagi sem einstaklingamir þurfa mest að óttast skerðingu á frelsi sínu að mati Webers. Með orðinu „skrifræðisskipulag" á ég ekki bara við það sem við köllum skrifræði dags daglega, skrifræði ríkis og sveitarfélaga, Sovétríkjanna sálugu og Evrópubandalagsins, heldur er ég að vísa til ákveðins skipulags- forms sem setur svip sinn á allt nútímaþjóðfélag; á fyrirtæki og félög, stofnanir og störf manna.12 En hvað einkennir þá skrifræðisskipu- lagið og hvers vegna er vöxtur þess óumflýjanlegur í augum Webers? Hann heldur því fram að framsókn skrifræðisskipulagsins sé ómótstæðileg [...] vegna þeirra hreinu teeknilegu yfirburða sem það hefur framyfir önnur skipulagsform. [...] Nákvæmni, hraði, einræðni, þekking á möppunum, samfella, varfærni, þagmælska, samstaða, agi, hlýðni, takmörkun árekstra og kostnaðar — allt þetta nær þeirri fullkomnun sem kostur er í hreinræktuðu skrifræðiskerfi.12 Og hvers vegna eru einmitt þessir tilteknu yfirburðir mikilvægir mætti spyrja? Jú, vegna þess að þeir skila árangri, er svarið; skrifræði er skilvirkt skipulag. Þekkingu er safnað saman á markvissan og skipulagðan hátt og yfirsýn þeirra sem taka ákvarðanir eykst. Þar með eykst „skynsemi“ þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eða svo sýnir greiningin og því verður stjómmálakenningin að taka mið af ef ekki á illa að fara. Við skulum nú samt hyggja örlítið nánar að þessum „kostum" sem Weber hermir upp á skrifræðið áður en við gleypum við ómótstæðileikanum. 12 Mér er ekki kunnugt um að orðið „skrifræði" hafi verið almennt notað í þessari merkingu áður. En mér virðist það liggja beint við og falla vel inn í alla umræðu um stjórnmálaheimspeki. Þá getum við litið á nafnorðið „skrifræði" sem sambæriiegt við orð „lýðræði“ og „einræði". Að sama skapi má nota það sem lýsingarorð og tala þá um skrifræðisskipulag, samanber lýðræðis- og einræðisskipulag, og um skrifræðisleg vinnubrögð. 13 Wirtschafl und Gesellschaft, kafli XI, grein 6 (s. 973) o.áfr. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.