Hugur - 01.01.1991, Síða 99
HUGUR
Járnbúr skrifrœðis og skynsemi
97
En áður en við förum nánar út í þá sálma skulum við líta betur á
vandamálið hans Webers, og raunar okkar allra, þar sem útlitið er
hvað dekkst.
III
Á fjósbita skrifræðisins hefur reiknipúkinn hreiðrað um sig hvað best
og því er það frá skrifræðisskipulagi sem einstaklingamir þurfa mest
að óttast skerðingu á frelsi sínu að mati Webers. Með orðinu
„skrifræðisskipulag" á ég ekki bara við það sem við köllum skrifræði
dags daglega, skrifræði ríkis og sveitarfélaga, Sovétríkjanna sálugu
og Evrópubandalagsins, heldur er ég að vísa til ákveðins skipulags-
forms sem setur svip sinn á allt nútímaþjóðfélag; á fyrirtæki og félög,
stofnanir og störf manna.12 En hvað einkennir þá skrifræðisskipu-
lagið og hvers vegna er vöxtur þess óumflýjanlegur í augum Webers?
Hann heldur því fram að framsókn skrifræðisskipulagsins sé
ómótstæðileg
[...] vegna þeirra hreinu teeknilegu yfirburða sem það hefur framyfir
önnur skipulagsform. [...] Nákvæmni, hraði, einræðni, þekking á
möppunum, samfella, varfærni, þagmælska, samstaða, agi, hlýðni,
takmörkun árekstra og kostnaðar — allt þetta nær þeirri fullkomnun
sem kostur er í hreinræktuðu skrifræðiskerfi.12
Og hvers vegna eru einmitt þessir tilteknu yfirburðir mikilvægir
mætti spyrja? Jú, vegna þess að þeir skila árangri, er svarið; skrifræði
er skilvirkt skipulag. Þekkingu er safnað saman á markvissan og
skipulagðan hátt og yfirsýn þeirra sem taka ákvarðanir eykst. Þar
með eykst „skynsemi“ þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eða svo
sýnir greiningin og því verður stjómmálakenningin að taka mið af ef
ekki á illa að fara. Við skulum nú samt hyggja örlítið nánar að
þessum „kostum" sem Weber hermir upp á skrifræðið áður en við
gleypum við ómótstæðileikanum.
12 Mér er ekki kunnugt um að orðið „skrifræði" hafi verið almennt notað í þessari
merkingu áður. En mér virðist það liggja beint við og falla vel inn í alla umræðu
um stjórnmálaheimspeki. Þá getum við litið á nafnorðið „skrifræði" sem
sambæriiegt við orð „lýðræði“ og „einræði". Að sama skapi má nota það sem
lýsingarorð og tala þá um skrifræðisskipulag, samanber lýðræðis- og
einræðisskipulag, og um skrifræðisleg vinnubrögð.
13 Wirtschafl und Gesellschaft, kafli XI, grein 6 (s. 973) o.áfr.
7