Hugur - 01.01.1991, Page 100

Hugur - 01.01.1991, Page 100
98 Ágúst Hjörtur Ingþórsson HUGUR Nákvæmni er svo sannarlega eitthvað sem skrifræðið þrífst á eins og við þekkjum af öllum tví-, þrí- og fjórritum sem starfsmenn þess safna. En nákvæmnin kemur líka niður á hraðanum — sem ég býst við að flestir geti verið sammála um að ekkert hreinræktað skrifræði sé þekkt fyrir. Hvað varðar einræðni, sem andstæðu margræðni, þá held ég að Weber hafi rétt fyrir sér í því að skriffinnarnir vilja hafa skýrslur sínar og fyrirmæli sem skýrust og einræðust þannig að ekkert fari milli mála. Hins vegar held ég að nákvæmniskrafan geri þeim ansi oft erfítt fyrir og minni menn í því sambandi á úrskýringar sem fylgja skattskýrslum. Þekking á möppunum er óumdeilanleg, enda fundu menn ekki upp orðið möppudýr að ástæðulausu. Hvort möppudýrin skilja svo alltaf það sem í möppunum er eða hvort þeir muna hvað er komið þangað og hvað ekki, eða hvort þeir finna það sem þar er þegar á þarf að halda, er svo önnur saga. Þá er það samfellan í starfi skrifræðisskipulags. Hér er líklega ein sterkasta hlið þess; enginn einn starfsmaður er ómissandi vegna þess að skipulagið krefst ekki einhverra tiltekinna einstaklinga, aðeins fólks sem getur lagað sig að starfs- og hugsunarhætti þess. Samfellan veldur því að fólk fær stundum á tilfinninguna, eins og Steinn Steinarr, að fyrirtæki og stofnanir hafi öðlast sjálfstætt líf: Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Weber hafði reyndar forgöngu um það að benda okkur á ógnina sem getur stafað af skrifræðisdraumnum. En áfram með kostina. Varfærni, þagmælska og samstaða eru aðalsmerki sérhvers skrifræðisskipulags, sérstaklega þeirra hreinræktuðu, og slíkt krefst aga og hlýðni af starfsmönnunum. Eða er þetta allt sem að framan er rakið kannski bara glansmynd af skilvirku og hagkvæmu skipulagi sem á sér litla stoð í veruleikanum? Er þessi greining Webers kannski ekki „greining" þegar öllu er á botninn hvolft, heldur miklu fremur lýsing á „draumi möppu- dýrsins“? Að hluta til held ég að svo sé — og mætti halda langa ræðu um það efni eitt sér, þar sem hægt væri að tíunda öll þekktustu dæmin um óskilvirkni og árangursleysi skrifræðisins. En segir ekki Steinn Steinarr það sem segja þarf:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.