Hugur - 01.01.1991, Page 106
104
Ágúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
varð ekki kveðinn í kútinn, var ekki annað að gera en setja annan
púka honum til höfuðs. Púkinn sá varð auðvitað að vera jafn feitur,
illskeyttur og nytsamlegur og andstæðingurinn svo eitthvert bragð
væri að. Sá er vitaskuld sjálfur Leiðtogapúkinn. Og þá erum við
komin að seinni hlutanum í þessu spjalli.
Lausnin: Leiðtogalýðræði
I
Eins og ég vitnaði til áðan, þá spurði Weber; „hvað getur komið til
mótvægis við þessa vél þannig að hluti mannkyns [sic!] geti notið
frelsis frá þessari atlögu að sálinni, frá þessum algeru yfirráðum
skrifræðislífsins."19 Svar Webers við þessari þýðingarmiklu
spumingu er samkvæmt minni túlkun Plebiszitáre Fúhrerdemokratie.
Þýska nafngiftin á kenningu Webers er samsett úr þremur orðum og
við skulum líta á hvert þeirra fyrir sig til að komast að því hvort sá
þekkti fræðimaður Guenther Roth, sem meðal annars ritstýrði hinni
ensku útgáfu Pjóðmegunar og þjóðfélags, hafi haft rétt fyrir sér í því
að kenning Webers „stæðist staðreyndir og væri pólitískt séð raun-
hæf.“20
Byrjum á síðasta orðinu, demokratie, eða lýðræði. Ef við skil-
greinum lýðræði einfaldlega sem stjórnarfyrirkomulag þar sem
lýðurinn ræður,21 og látum liggja milli hluta í hverju yfirráð lýðsins
felast, þá vekur það furðu að Weber kalli kenningu sína
lýðræðiskenningu yfirhöfuð. Hann hafði enga sérstaka tiltrú á
stjórnmálahæfileikum eða getu lýðsins og taldi raunar að allar
hugmyndir um sameiginlegan vilja fólksins væru barnaskapur og
allar hugmyndir um að frelsa menn undan pólitískum yfirráðum
fáeinna manna á hverjum tíma væru draumórar einir.22 Þrátt fyrir
19 Sjánmgr. 14.
20 Sjá inngang Roths að ensku útgáfunni á Wirtschaft und Geschellschaft, s. XVIII.
21 Samanber skilgreiningu Oröabókar menningarsjóös á „lýöræöi" sem „stjómarfar,
þar sem almenningur hefur (með kosningarétti) úrslitavald í stjómarfarsefnum."
Sjá stutta umfjöllun um skilgreiningar á lýöræði og nánari tilvísanir í grein minni
„Til vamar lýðræöinu", s. 302-306.
22 Varðandi þetta atriöi má benda á bréf sem Weber skrifaði Robert Michaels, árið
1908, þess sem setti fram Jámlögmál fáræöisins sem svo er kallað, en þar segir
hann: „Hugtök eins og „vilji fólksins" og hinn raunverulegi vilji fólksins eru bara
skáldskapur. Allar hugmyndir um aÖ útrýma yfirráðum manna yfir hver öðram era
helberar draumsýnir." Hér er þetta haft eftir þýðingu Wolfgang J. Mommsen, The