Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 111

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 111
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 109 menn vissu þegar á dögum Webers, og raunar löngu fyrir daga Webers. í þeim tilgangi má vitna í stuttan kafla eftir þann glögga heimspeking John Stuart Mill, sem tekinn er úr bók hans Frelsið: Og jafnvel þótt fyrir geti komið, að umbótasinnaður maður eða menn hefjist til æðstu valda, hvort heldur fyrir tilviljun undir harðstjórn eða af eðlilegum ástæðum undir lýðstjórn, þá eru allar þær umbætur óframkvæmanlegar, sem eru gagnstæðar hagsmunum embættisstéttar- innar. Slíkt er hið dapurlega ástand í Rússaveldi að sögn þeirra, sem til þekkja. Sjálfur keisarinn er máttvana andspænis embættismönnunum. Hann getur rekið einstaka menn í útlegð til Síberíu, en hann getur ekki stjómað ríki sínu án þeirra né gegn vilja þeirra. Þeir hafa þegjandi neitunarvald, þar sem þeir geta látið vera að framkvæma hverja ákvörðun keisarans. Ástandið er litlu betra í ýmsum siðmenntaðri löndum, þar sem uppreisnarandi er almennari. Þar er almenningur því vanur, að ríkið annist alla hluti fyrir hann, eða að minnsta kosti hinu, að hann geri ekkert sjálfur án leyfis stjórnvalda og jafnvel leið- beininga. Auðvitað kenna slíkar þjóðir ríkisvaldinu um allt, sem miður fer. Og þær gera byltingu, sem kallað er, þegar þolinmæði þeirra er á þrotum. Þá vindur einhver annar sér í hásætið með lögmætu samþykki þjóðarinnar eða án þess. Hann gefur embættismönnunum fyrirmæli, og allt gengur sinn gang að mestu með sama hætti og áður. Því embættisstéttin er óbreytt og engin völ á mönnum, sem komið gætu í hennar stað.29 Þess orð Mills eru afskaplega athyglisverð og segja kannski meira er margan grunar um alla þá „stórviðburði" sem gerst hafa í Rússlandi á þessari öld. En því hef ég vitnað til þeirra, að ég tel þau styrkja þá skoðun mína að leiðtogi, sama hversu mikillar hylli hann nýtur, og hversu sterkur sem hann er, ræður aldrei almennilega yfir skrifræðinu einu og sér; hvorki því opinbera bákni sem Mill talar um, né heldur flokksvélinni sem Weber telur forsendu fyrir völdum der Fúhrer. Að mikilu leyti er leiðtoginn ávallt háður „vélinni" sem sér um að framkvæma skipanir hans. Þetta eru í raun afar gömul sannindi, jafn gömul Aristótelesi held ég, en að minnsta kosti hefði Weber átt að kannast við þetta af skrifum Machiavellis sem benti furstum framtíðarinnar á að hafa hina ráðandi stétt góða — og á dögum Webers var hin ráðandi stétt skriffinnarnir eins og hann sjálfur hafði forgöngu um að benda á. Þetta eru sígild sannindi sem vert er að hafa í huga. 29 FrelsiB (Hið íslenska bókmenntafélag, 2. útg. Reykjavík 1978), s. 196.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.