Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 113

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 113
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 111 Þess vegna er kjarni málsins að styrkja lýðinn og þar með lýðræðið, en ekki að gera hann að hugsunarlausum áhangendum þeirra leiðtoga sem eru hvað stórbrotnastir og lofa hvað mestu. John Stuart Mill var óþreytandi að minna á þetta og margir hafa fylgt í kjölfarið. Til að draga úr því helsi sem fylgt getur, og fylgt hefur, í kjölfar framsóknar tæknilegs hugsunarháttar þurfa sem flestir að vera einhvemtíma þátttakendur í stjórnsýslu og stjórnmálum til þess að hafa forsendur til að gagnrýna og bregðast við þeim málum sem til umræðu eru. Ástæðan fyrir því að skrifræðið hefur ekki hneppt okkur öll í jámbúrið er einmitt sú að margir hafa lagt lýðræðinu lið og þeirri hugsun að gildisskynsemi sé síst ómerkari en sú tæknilega. Viðleitni okkar til eflingar almennrar menntunar og þátttöku almennings miðar að því að koma í veg fyrir að jámbúrið verði hlutskipti okkar. Eins og ætti nú að vera orðið augljóst þá greinir mig jafnvei enn meira á um lausnina við Weber, en um suma þættina í greiningu hans á vandamálum skrifræðisins. Lausn hans á þeim firringar- og helsis- vanda sem af reikniskynseminni leiðir var að leiða óskynsemina til öndvegis; að setja „sterka“ leiðtoga, sem byggðu styrk sinn á múg- mennsku og andlegum öreigahætti til höfuðs reiknipúkanum Ég tel þvert á móti heillavænlegra að hefja gildisskynsemi og lýðræði til vegs á ný, þannig að skynsemi sé ekki lengur samheiti yfir skilvirkni og lýðræði yfir múgmennsku og vélabrögð. Við megum ekki gleyma því að menn eru oft óskaplega skilvirkir í óskynsamlegum verkum og vondum, þannig að skilvirkni er aldrei mælikvarði á neitt sem skiptir verulegu máli. Öndvert við Weber tel ég rétt að leggja áherslu á lýðræði sem samræðu og rökræðusamfélag þar sem fólk í sameiningu mótar þau gildi sem við notum til að vega og meta þau markmið sem við setjum okkur og leiðimar að þeim. Lokaorðin hljóta að vera Steins Steinarrs — vegna þess að þar er að finna kjarna þeirrar gagnrýni sem ég hef haldið á lofti gagnvart hugmyndum Webers. Jafnframt er þar að finna vamaðarorð til okkar allra sem fáumst við að hugsa um stjómmál: í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.