Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 115

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 115
HUGUR Ritdómar 113 niðurstöðum hinnar sameinuðu kenningar, þ.e. skammtafræði þyngdar, beitt í heimsfræði. Æviferill höfundarins, eðlisfræðingsins Stephens W. Hawking, hefur auk þess átt sinn þátt í vinsældum bókarinnar. Honum hefur tekist á nánast ofur- mannlegan hátt að vinna bug á alvarlegri og vaxandi fötlun sem hann hefur átt við að stríða undanfarna þrjá áratugi. Hann er bundinn við hjólastól og talar orðið með hjálp raddgervils en þeytist samt heimshomanna á milli við rannsóknir sínar. Hann hefur orðið eftirlæti fjölmiðla líkt og Einstein. Til marks um það er löng grein um Hawking sem birtist í bandaríska vikutímarit- inu Time fyrir nokkrum árum. Enda er það svo að við lestur bókarinnar fær maður það á tilfinninguna að hér sé á ferðinni höfundur sem hljóti að hafa ferðast um óravíddir himingeimsins í geimskipi sínu og skilji því upp- byggingu alheimsins einstaklega vel. Það er fagnaðarefni að bók Hawkings er orðin eitt af Lærdómsritum Bókmenntafélagsins. Vandað hefur verið til útgáfunnar á allan hátt. Þýðing Guðmundar Amlaugssonar er afbragð og greinargóður inngangur Lárusar Thorlacius léttir lesturinn. Það hefði verið æskilegt að atriðisorðaskrá hefði fylgt. Góður listi með orðskýringum bætir þar úr að hluta. í eftirmála benda ritstjórar Lærdómsritanna, þeir Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Hilmarsson, á rit um heimsfræði og sögu hennar sem áður hafa birst á íslensku. Áhugasamir lesendur eiga því auðvelt með að svala forvitni sinni á þessu sviði. Sommerfeld upplýsti áheyrendur sína árið 1921 á því hvemig umhorfs væri á fremstu vígstöðvum eðlisfræðinnar. Hawking hefur nú gert það sama 70 árum síðar. Slíkar frásagnir frá eldlínunni eru ómetanlegar heimildir um starf vísindamanna og mesta gildi bókarinnar tel ég fólgið í því hve berorður, hreinskilinn og skemmtilegur Hawking er. Það sakar vissulega ekki að fá gagnort yfirlit um nútíma eðlisfræði og heimsfræði í kaupbæti. Það er ekki á hverjum degi sem nútímamenn fá svona fréttir af gangi rannsóknarstarfsins. Fyrir það megum við vera þakklát. Segja má að bókin skiptist í þrennt: forsögu, miðsögu og núsögu. Hawking hefur gaman af því að fjalla um sögu vísindanna. í forsögu ræðir hann um endalok 'heimsmyndar Aristótelesar og heimsmynd Newtons sem við tók. Hann játar í orði vísindaheimspeki Poppers trú sína. Einnig lýsir hann markmiði allra eðlisvísinda, þ.e. „að finna heildarkenningu sem lýsir öllu í veröldinni" (s. 55). í því felst tvennt: leit að lögmálum sem segja fyrir um það hvemig heimurinn breytist í tímans rás og leit að upphafsskilyrðum þessara lögmála, þ.e. að svari við gátunni um það hvemig heimurinn hófst. í bókarlok skilgreinir hann þetta markmið að nýju. Hawking beitir þróunarkenningu Darwins til að leiða líkur að því að væntanleg heildarkenning geti ekki verið röng: „En sé gert ráð fyrir að alheimurinn hafi þróast á reglubundinn hátt, mætti kannski búast við að sú hæfni til ályktana sem úrval náttúrunnar hefur fært okkur gæti einnig komið 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.