Hugur - 01.01.1991, Side 124
122
Ritdómar
HUGUR
Darwin tók hins vegar neikvæða hugmynd Malthusar fegins hendi og breytti
formerkjum hennar. Hann gerði úr henni skapandi og fagurt afl.
Darwin ræddi um þetta stoltur í lokaorðum Uppruna tegundanna. Þar
nefndi hann þau lögmál sem réðu þróun lífríkisins. Lögmálin voru vöxtur og
sköpun afkvæma, erfðir, breytileiki, svo mikil fjölgun að það leiddi til lífs-
baráttu og ennfremur til náttúruvals og loks til þess að eiginleikar skildust að.
Hann bætti við:
Það háleitasta sem við getum hugsað okkur, sem sé tilurð æðri dýra, er
því bein afleiðing af stríði náttúrunnar, hungursneyð og dauða. Það er
glæsileiki í þessu viðhorfi til lífsins, með margháttuðu afli sínu, sem
var upphaflega blásið í það af skaparanum í fáein eða eitt lífsform; og
að, meðan þessi reikistjama hefur haldið áfram hringferð sinni í sam-
ræmi við þyngdarlögmálið, hafi frá svo einfaldri byrjun þróast endalaus
lífsform af fallegustu og dásamlegustu gerðum.
Mér hefur orðið tíðrætt um Darwin enda er hann einn meginhugsuða 19.
aldar. I hugmyndasögu sem fjallar um það tímabil eins og þessi bók gerir
væri því æskilegt að taka mikið tillit til hans. Þegar hugsuður eins og Darwin
kemur fram á sjónarsviðið er erfitt fyrir aðra hugsuði samtíðar þeirra að leiða
þá hjá sér líkt og sjá má af orðum Marx. Hvorki heimspekingar, skáld, né
vísindamenn eru óhultir. Það hefði einnig verið unnt að fjalla um hugmynda-
söguna út frá sjónarhóli einhvers annars hugsuðar 19. aldar svo ég nefni hana
enn sem dæmi, t.d. Marx eða Nietzsches.
Svo að ég dragi mál mitt saman í lokin. í Hugmyndasögu skortir tengsl við
frumheimildir, það er farið yfir of langt tímabil og öðru en hugmyndasögu er
gefinn of mikill gaumur, og það vantar nauðsynlega samþættingu
hugmyndanna og hugsuða innbyrðis svo úr verði lífræn heild. Þótt bærilegir
kaflar séu í fyrri hluta verksins stenst það ekki í heild þær kröfur sem gera
verður til þess. Sem eindreginn fylgismaður hugmyndasögu þykir mér slæmt
að hafa komist að þessari niðurstöðu.
Skúli Sigurðsson