Hugur - 01.01.1992, Page 82

Hugur - 01.01.1992, Page 82
80 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR nýlegar túlkanir á Descartes eru hugmyndir hans og Plótínosar um tengsl sálar og líkama, furðu keimlíkar. Niðurstaðan er því sú að hugmyndir Descartes um sálina standi í veigamiklum atriðum nær skoðunum fornaldarmanna en því sem nú í dag er kallað cartesísk hugmynd um sálina. Það virðist vera útbreidd skoðun að hugmynd nútímamanna um samband sálar og líkama sé 17. aldar uppfinning sem skrifist að mestu leyti á reikning Descartes. Til dæmis hafa jafn áhrifamiklir hugsuðir og Gilbert Ryle og Richard Rorty viðrað slíkar skoðanir.3 I grein sinni „Why Isn’t the Mind-Body Problem Ancient?" heldur Wallace Matson því fram á svipuðum nótum, að Grikkir hafi ekki ráðið yfir hugtakaforða sem hafi leyft þeim að búa til þetta vandamál.4 Þeir sem aðhyllast þessar skoðanir virðast almennt halda að hugmyndin, sem vandi þessi sé sprottinn af, sé í grundvallaratriðum röng, og að það kunni að hjálpa okkur til að losna úr álögum vandans að sjá að þessi hugmynd er „sérviska“ fremur en sammannleg sannindi. Eg held því ekki fram að hin cartesíska sálarhugmynd sé þegar allt kemur til alls sammannleg sannindi, en niðurstöður mínar ganga gegn þeirri einföldun að ráðgátan um samband sálar og líkama sem samtíma- heimspekingar nefna svo sé tilbúningur Descartes: sum meginatriði hennar eru miklu eldri og önnur er alls ekki að finna hjá Descartes. II Plótínos telur að eining skynjunarinnar - sú staðreynd að ein og sama veran geti bæði heyrt, séð og fundið til í senn - sýni að sálin geti ekki verið neins konar líkami. Þessi skoðun er vaxin upp úr átökum fyrri grískra heimspekinga við einingu skynjunarinnar, einkum Alexanders Afrodísíasar, sem var sporgengill Aristótelesar á 3ðju öld e. Kr. og einn af heldri ritskýrendum hans í fornöld. Við skulum því hyggja lítillega að eldri grískum skoðunum á þessu efni. 3 Sjá Gilbert Ryle, The Concept of Mind (Harmondsworth 1973), kafli I, „Descartes' Myth“, s. 13-25, einnig s. 191; Richard Rorty, Philosophy and the Mirror of Nature (Princeton 1979), lsti kafli, „Invention of the Mind,“ s. 17-69. 4 Sjá Mind, Matter and Metliod: Essays in Philosophy and Science in Honor of Herbert Feigl, ritstjórar Paul Feycrabcnd og Grover Maxwell (Minneapolis 1966), s. 92-102.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.