Hugur - 01.01.1992, Side 90

Hugur - 01.01.1992, Side 90
88 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR dæli blóði engan veginn að ætla megi nýrunum þetta verk. Það eru þessi augljósu sannindi, að ég held, sem Plótínos hefur í huga í þegar hann ræðir um greinarmun og sjálfstæði ólíkra hluta sama líkama. Þar sem að sjá og heyra eða finna til í tá eða fingri eru ólíkar athafnir sem sálin getur framkvæmt á sama tíma, þá mætti ætla að ef sálin er efnisleg þá ætti það við sem hér var rakið um þessar athafnir. (b) En það væri bersýnilega fráleitt að halda að einhver ákveðinn hluti sálarinnar skynjaði A en annar hluti skynjaði B. Því ef svo væri myndi sérhver þessara hluta skynja sinn hlut einn og sér, rétt eins og hjartað sér eitt um að dæla blóði, eða að einhver hluti líkamans er blár einn útaf fyrir sig. Hér á því ekki einn hluti að gera eitt og annar annað og síðan eigi að telja allar athafnir þeirra til sálarinnar allrar aðeins með því að heyra til hlutum hennar. Það er augljóst að það er tölulega sama veran sem sér og heyrir eða skynjar sársauka í ýmsum hlutum líkamans.17 Einstakar skynjanir eru ekki einkamál tiltekinna hluta sálarinnar. Því verður að gera ráð fyrir að sálin sé til staðar í heild í öllum næmum hlutum líkamans. Þessi almenna greinargerð fyrir rökum Plótínosar er auðvitað langt frá því að vera tæmandi og koma mætti með margs konar svör til varnar kenningu Stóumanna. Til dæmis mætti segja að sú skoðun að einstakar skynjanir megi eigna einstökum hlutum sé ófullnægjandi, því að í rauninni komi öll sálin alltaf við sögu í hverri skynjun. Eða þá skynjun megi einungis eigna lífverunni í heild. Plótínos hefði þurft að endurskoða og útfæra rök sín ef þau ættu að gilda í slíkum tilvikum. Eins og Plótínos setur Alexander þá eigind hins sameiginlega skilningarvits að vera sem heild alls staðar í skynfæri sínu í samband við að aflið sé ólíkamlegt. Alexander virðist skilja þetta þannig að aflið sé form ákveðinnar tegundar líkama, ekki líkaminn sjálfur. Því að form sem slík eru ólíkamleg (asomata). En Alexander virðist ekki hafa þótt fýsilegt að stíga skrefið til fulls eins og Plótínos og nota þetta atriði sem rök gegn efnishyggju. Engin þeirra röksemda sem Alexander færir gegn efnishyggju Stóumanna byggist á einingu skynjunarinnar.18 Því má velta fyrir sér hvemig Alexander hefði getað beitt kenningu Aristótelesar um sálina sem form líkamans til að skýra 17 Hugmyndin um að því scm skynjar verði ekki skipt í tölulega mismunandi hluta, kemur frá Aristótelesi í Um sálina 427 a 2-6. 18 Sjá ritgerðina „Að sálin sé ólíkamleg"; Alexander, De anima, s. 113-118 (Bruns).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.