Hugur - 01.01.1992, Síða 90
88
Eyjólfur Kjalar Emilsson
HUGUR
dæli blóði engan veginn að ætla megi nýrunum þetta verk. Það eru
þessi augljósu sannindi, að ég held, sem Plótínos hefur í huga í þegar
hann ræðir um greinarmun og sjálfstæði ólíkra hluta sama líkama. Þar
sem að sjá og heyra eða finna til í tá eða fingri eru ólíkar athafnir sem
sálin getur framkvæmt á sama tíma, þá mætti ætla að ef sálin er
efnisleg þá ætti það við sem hér var rakið um þessar athafnir. (b) En
það væri bersýnilega fráleitt að halda að einhver ákveðinn hluti
sálarinnar skynjaði A en annar hluti skynjaði B. Því ef svo væri myndi
sérhver þessara hluta skynja sinn hlut einn og sér, rétt eins og hjartað
sér eitt um að dæla blóði, eða að einhver hluti líkamans er blár einn
útaf fyrir sig. Hér á því ekki einn hluti að gera eitt og annar annað og
síðan eigi að telja allar athafnir þeirra til sálarinnar allrar aðeins með
því að heyra til hlutum hennar. Það er augljóst að það er tölulega sama
veran sem sér og heyrir eða skynjar sársauka í ýmsum hlutum
líkamans.17 Einstakar skynjanir eru ekki einkamál tiltekinna hluta
sálarinnar. Því verður að gera ráð fyrir að sálin sé til staðar í heild í
öllum næmum hlutum líkamans.
Þessi almenna greinargerð fyrir rökum Plótínosar er auðvitað langt
frá því að vera tæmandi og koma mætti með margs konar svör til
varnar kenningu Stóumanna. Til dæmis mætti segja að sú skoðun að
einstakar skynjanir megi eigna einstökum hlutum sé ófullnægjandi,
því að í rauninni komi öll sálin alltaf við sögu í hverri skynjun. Eða þá
skynjun megi einungis eigna lífverunni í heild. Plótínos hefði þurft að
endurskoða og útfæra rök sín ef þau ættu að gilda í slíkum tilvikum.
Eins og Plótínos setur Alexander þá eigind hins sameiginlega
skilningarvits að vera sem heild alls staðar í skynfæri sínu í samband
við að aflið sé ólíkamlegt. Alexander virðist skilja þetta þannig að
aflið sé form ákveðinnar tegundar líkama, ekki líkaminn sjálfur. Því
að form sem slík eru ólíkamleg (asomata). En Alexander virðist ekki
hafa þótt fýsilegt að stíga skrefið til fulls eins og Plótínos og nota
þetta atriði sem rök gegn efnishyggju. Engin þeirra röksemda sem
Alexander færir gegn efnishyggju Stóumanna byggist á einingu
skynjunarinnar.18 Því má velta fyrir sér hvemig Alexander hefði getað
beitt kenningu Aristótelesar um sálina sem form líkamans til að skýra
17 Hugmyndin um að því scm skynjar verði ekki skipt í tölulega mismunandi hluta,
kemur frá Aristótelesi í Um sálina 427 a 2-6.
18 Sjá ritgerðina „Að sálin sé ólíkamleg"; Alexander, De anima, s. 113-118 (Bruns).