Hugur - 01.01.1995, Side 61

Hugur - 01.01.1995, Side 61
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 59 láta sér nægja tilviljanakenndar stökkbreytingar. Ef hann getur rakið orsakir einhvers veikleika þá getur hann sennilega hugsað upp stökkbreytingu sem bætir úr honum. Það er ómögulegt að láta vélina fá nákvæmlega sams konar kennslu og venjuleg börn. Hún hefur til dæmis enga fætur svo það er ekki hægt að segja henni að fara út og sækja kol í fötu. Ef til vill hefur hún heldur ekki nein augu. En hvernig svo sem hugvitssamleg verkfræði kann að bæta úr þessum ágöllum verður engin leið að senda vélbarnið í skóla án þess að hin börnin leggi það í einelti. Það verður að fá einkakennslu. Við þurfum ekki að hafa of miklar áhyggjur af fótum, augum o.s.fr. Saga frú Helen Keller sýnir að menntun er möguleg ef boð geta með einhverjum hætti gengið í báðar áttir milli nemanda og kennara. Yfirleitt álítum við kennslu standa í tengslum við verðlaun og refsingar. Það er hægt að smxða einföld vélbörn og forrita þau á slíkum forsendum. Vélin verður að vera þannig byggð að atburðir sem gerast skömmu áður en refsimerki er gefið séu ólíklegir til að endurtaka sig, en verðlaun auki hins vegar líkurnar á að atburðir sem á undan fóru séu endurteknir. Þessar skilgreiningar gera ekki ráð fyrir því að vélin hafi neinar tilfinningar. Ég hef gert nokkrar tilraunir með vélbarn af þessu tagi og mér hefur tekist að kenna því fáeina hluti, en kennsluaðferðirnar voru of óhefðbundnar til að hægt sé að álíta tilraunina verulega vel heppnaða. Notkun verðlauna og refsinga getur í besta falli verið hluti af kennsluferlinu. í stórum dráttum má áætla að ef kennarinn hefur enga aðra leið til samskipta við nemandann, þá geti upplýsingarnar sem berast nemandanum ekki verið meiri en heildarfjöldi verðlauna og refsinga. Barnið væri orðið ansi lemstrað þegar það væri búið að læra að hafa eftir „Casablanca" ef það yrði að uppgötva námsefnið með sömu aðferð og í „já-nei spurningaleik“ nema hvað högg kæmu í staðinn fyrir „nei“. Það er því nauðsynlegt að hafa einhverjar aðrar boðskiptaleiðir sem ekki eru alveg eins „tilfinningaþrungnar". Séu þær til þá er mögulegt að nota verðlaun og refsingar til að kenna vélinni að hlýða skipunum sem eru gefnar á einhverju máli, t.d táknmáli. Þessum skipunum má miðla eftir þeim boðleiðum sem eru síður „tilfinningaþrungnar“. Notkun málsins mun draga mjög úr þörfmni fyrir verðlaun og refsingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.