Hugur - 01.01.1995, Page 110

Hugur - 01.01.1995, Page 110
108 Atli Harðarson HUGUR Ég kann ekki kínversku og get því ekki tekið dæmi á því máli. En hugsum okkur að miðarnir innihaldi ekki kínversk tákn heldur íslensk orð og forritið sem Searle fylgir segi honum hvernig á að svara spurningum á íslensku. Forritið getur ekki útskýrt hvernig á að svara spurningum á íslensku án þess að innihalda töluverðar upplýsingar um merkingu íslenkra orða. Hugsum okkur til dæmis að við látum eftirfarandi setningu inn um lúguna: „Jóna gat ekki farið í búðina því hún var lasin en Sigga gat ekki farið í sjoppuna því hún var lokuð.“ Leggjum síðan spurninguna „Hver var lasin og hver var lokuð?“ fyrir Searle. Leiðbeiningarnar sem hann fylgir verða að segja honum að þar sem orðið „hún“ kemur fyrir í fyrra skiptið eigi það við Jónu en ekki búðina en þar sem það kemur fyrir í seinna skiptið eigi það við sjoppuna en ekki Siggu. Eina leiðin til að forritið upplýsi Searle um þetta er að það innihaldi almennan fróðleik eins og þann að búðir verði ekki lasnar og Siggur séu yfirleitt ekki lokaðar og þessar upplýsingar varða merkingu íslenskra orða. Þessum athugasemdum mundi Searle trúlega svara með því að segja að þær upplýsingar um merkingu orða sem hægt er að byggja inn í forrit séu merkingarlausar því tölva geti ekki túlkað þær eða tengt við veruleikann. Sé tölva mötuð á upplýsingum um að orðið „Sigga“ sé mannsnafn og mannsnafni geti fylgt umsögnin „er lasin“ en síður umsögnin „er lokuð" þá getur hún tengt orðið sem við ritum „Sigga“ við orðin sem við ritum „er lasin“ en þetta gæðir hana ekki skilningi á því hvað orðin þýða. Hér kann Searle að hafa nokkuð til síns máls. Til að gefa orðum merkingu og skilja hvað þau þýða dugar ekki bara að geta tengt þau öðrum orðum. Það þarf líka að tengja þau veruleikanum, eða einhvers konar endurskini af reynslu málnotenda, og það hefur maðurinn í kínverska herberginu sáralítil tök á að gera. En ef hann fylgir reglu sem segir honum að veifa einu kínversku tákni í hvert sinn sem tígrísdýr labbar fram hjá glugganum og öðru í hvert sinn pandabjörn kíkir inn um dyrnar þá er hann byrjaður að tengja orðin við veruleikann. Eftir því sem ég best veit er það víxlverkun milli málnotenda og þess umhverfis sem þeir hrærast í sem gefur mannlegu máli og hugsun merkingu og ég get ekki betur séð en tákn sem tölva vinnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.