Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Qupperneq 57
ALMA3ÍAK
33
tegundin. Líf jurtarinnar blíðkaöist við bætt æfi-
kjör. Eftir sextán ára erfiði tókst honum að fram-
leiða kaktus-jurt án þyrni brodda, og sem er ágætt
nautpeningsfóður, Um þessa tilraun sína segir
Burbank:
“t 5 ár var þroskatíð kaktusins kvalatími fyrir
rnig, Hvað eftir annað óskaði eg þess, að hafa
aldrei snert kaktus né lagt út í baráttuna vjð
brodda hennar, Við þær endurminningar finst mér
að eg rnyndi alls ekki hafa hugrekki til að endur-
taka þær tilraunir, Hinar smágerfu þyrninálar
jurtarinnar lásu sig svo í hörund mitt, að 'eg gat á
engan hátt losnað við þær, nema með því að raka
hörundið með skegghníf,”
Þó telur Burbank þetta verk sitt einn lykilinn
að leyndardómum jurtaræktarinnar.
Ekki hefir ávalt blásið byrlega fyrir Luther Bur-
bank. Framan af árum litu menn á hann og starf
hans með vanþóknun og vantrú, einkum grasa-
fræðingar og fróðleiksmenn svonefndir. En nú
kveður við annan tón. Hann er jafnvel kominn í
tölu hinna fáu, er verða spámenn í sínu föðurlandi.
— í síðastliðnum maímánuði safnaðist múgur og
margmenni saman í Santa Rosa, til að auðsýna
Burbank og húsfélagi hans konunglega vegsemd.
Luther Burbank hefir sýnt og sannað, hvað
mannvit og mannshöndin geta gert fyrir bættan
jarðargróða; hve flytja má saman úr fjarlægum
löndum jurtir og ávexti, er annars myndi taka ára-
tugi og aldaraðir að framkvæma, fyrir flutning
vinda og dýra. Hann hefir bætt korntegundir,
hnetur, ávexti og rótarvexti. Þroskatímann hefir
hann stytt, aukið næringargildið og gert ávextina
ljúffengari. Auk þess hafa hinar bættu, blönduðu
jurtir, erfingjar kostanna frá hinum beztu móður-
jurtum, orðið styrkari, þolað betur sól og regn,
stórveður og frost, en einkum sjúkdóma og sníkju-
dýr, er svo mikið tjón vinna jurtagróðrinum. Hjá