Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 68
44 ÓLAí'UR S. TŒÍORGEIRSSON:
börn — sem nú voru orðin tvö — til að líta eftir
tjaldinu.
Dagurinn líður og nóttin; enn er maðurinn ó-
kominn. Um hádegi næsta dag er tjald hennar alt
í einu umkringt af viltum Indíánum. Örvar þeirr’a,
hnífar og andlitin rnáluð, báru þess órækan vott, að
þeir voru á herferð. Þeir voru í raun og veru að
veita eftirför kynflokki, sem haföi leikið þá grátt
daginn áður. Þeir höfðu þegar fundið og drepið
konur hvítu mannanna, félaga Jeans, af því að þær
tillieyrðu kynflokknum, sem þeir þurftu að hefna
sín á.
Umkringd af Indíánum.
Vegna andlitslitar konunnar sáu Indíánarnir
það, að hún var ekki af þeirra sauöahúsi. Með
bendingamáli spuröu þeir hana, hver og hvað hún
væri, og hún gerði þeim á sama hátt skiljanlegt, að
maður sinn hefði farið að leita hestanna. Þegar
villimennirnir heyrðu það, bundu þeir hesta sína,
lögðust því næst niður í grasið á víð og dreif alt í
kringum tjaldið og bjuggust til að bíða komu
mannsins.
Prú Lagimodiere sá það ráð vænst að fara vin-
gjarnlega að við þá. Kynti hún því bál rnikið og
steikti alt það kjöt sem hún hafði og deildi því á
milli þeirra. Urðu villimennirnir mjög glaðir við
og gáfu henni í skyn, að þeir mundu ekki gera
henni neitt mein. Um klukkan sex kom bóndi heim
með hestana. Varð honum heldur en ekki urn sel,
er hann sá hvernig ástatt var. Pormaðurinn leyfði
honum að tjalda mílu vegar í burtu, en bannaði
honum harðlega að fara, fyr en menn, sem hann
hafði sent til Edmonton, væru komnir til baka heil-
ir á húfi. Hjónunum fanst samt tryggilegast að
reyna að komast í burtu. Urn nóttina læddust þau
svo af stað, meðan að dimt var, og flýðu í áttina til
Edmonton. í heilan sólarhring héldu þau hvíldar-
laust áfram. Á fimta degi komust þau loks niður