Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 74
50
ÓLAFUR S. THOUGEIRSSON:
en munu þó nærri því rétta. Við það, að nokkrir
enskumælandi menn hafa keypt lönd af íslending-
um og sezt að á þeim, og að fleiri lönd en áður var
hafa komist í eign eins einstaks manns, hefir ís-
lenzkum bændum fækkað. Sumir einstakir bænd-
ur hafa nú fleiri lönd til eignar og notkunar en átti
sér stað á frumbýlingsárunum.
Fyrst framan af var nautgriparækt aðalatvinnu-
vegur bygðarbúa, því þá voru og eru víða enn góð
slæjulönd og fremur gott að afla lieyjanna, utan
þegar mjög hefir hækkað í Manitobavatni og það
svo flætt yfir slæjulöndin. Háflæði mikið var í vatn-
inu sumarið 1902 og einnig síðastliðið sumar
(1923).
Miklir örðugleikar urðu af því, að á vetrum
skorti vatn handa gripum, nema hjá þeim sárfáu
bændum, sem náðu til að brynna skepnum sínum í
Manitobavatni, séin þó var ilt aðstöðu í slæmum
veðrum. Menn, sem stýrðu brunnborunarvélum,
unnu við brunnborun fyrir bygðarbændur. Með
miklum örðugleikum og miklum kostnaði tókst að
ná vatni til hlítar. Boraður brunnur með nægilegu
vatni er nú svo að segja lijá hverjum bónda. Víða
hefir orðið að bora yfir 100 fet, þar til vatn hefir
náðst, og sumstaðar dýpra. Hvergi mun vatn hafa
náðst á minna dýpi en 70—80 fetum.
Um það bil er járnbraut var lögð til Langruth
(1908), fóru bændur að stunda akuryrkju. Stunda
flestir bændur hana jafnhliða nautgriparæktinni,
einkum fyrir vestan “kílana”. Það eru vatnsrásir,
sem vatnið flæðir í að norðan og sunnan. Tanginn
fyrir austan kílana heitir Big Point; af honum dreg-
ur bygðin nafn sitt, og því kölluð Big Point bygð.
Margir bændur hafa allstór akurlönd. Þar sem
aðalakurlöndin eru, var áður skógur, sem orðið hef-
ir að ryðja. Hafa bygðarbændur sýnt þar, við
skógarruðninginn, mikinn dugnað og þrautseigju.
Nokkrir bændur eiga “gasoline katla”. Nota þá við