Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 81
ALMANAK
57
margra bænda að miklum mun. En ekkert, sem til
nytsemdar horfir, fæst án fyrirhafnar og kostnaðar.
Félagsmálefni.
Árið 1903 var fullgert samkomuhús handa bygð-
inni. Það stendur á Sec. 24, N. W. T. 16, R. 9, á
landi Bjarna Ingimundarsonar. Hús þetta var bygt
úr bjálkum, að stærð 24x44 fet. Hús þetta var end-
urbygt á sama stað 1910. Þá var það bygt úr sög-
uðum við (Lumber). Stærð aðalhússins er sem hins
fyrra 24x44 fet, vegghæð 12 fet. Á balt við aðalhús-
ið er byrgi áfast við húsið og jafnbreitt því, en 12
fet á lengd; er því öll byggingin að gólffleti 24x56
fet.
1916 var bygt hesthús á lóð samkomuhússins,
lianda hestum samkomugesta og annara þeirra, er
þangað koma akandi til allra samfunda. Hesthúsið
er að gólffleti 26x44 fet.
Öll þessi bygging er nú skuldlaus eign Big Point
bygðar. Hefir fjárins til bygginganna verið aflað
með gefins vinnu við bygginguna, samskotum og
mest og bezt með arði af samkomum og dönsum.
Samkomuhúsi þessu var gefið nafn og nefnt “Herði-
breið”. í liúsi þessu eru haldnar messur safnaðar-
ins, fundir bygðarmanna og samkomur. Það má
segja, til verðugs lofs bygðarfólki, að allir samfund-
ir, sem haldnir hafa veriö í samkomuhúsinu, hafa
farið fram með reglu og siðprýði. Er það gott til
afspurnar og til eftirbréytni.
Safnaðarmálefni.
Frá því bygð hófst hér og til ársins 1906,
franidi séra Oddur Vigfús Gíslason prestsverk í
bygðinni, og messaði hér árlega nokkrum sinnum
á ári. Myndaðist hér þá dálítill safnaðarfélagsskap-
ur. Var sá félagsskapur nefndur “Hið kristilega fé-
lag Big Point búa”.
Á allfjölmennum fundi 19. apríl 1906, var stofn-