Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 83
ALMANAK
:9
Lestrarfélag
var stofnaS hér 1. febrúar 1898. Það er enn við lýði.
Það á allgott og fjölbreytt bókasafn. Á 25 ára af-
mæli sínu, 1. febrúar 1923, átti Lestrarfélagið 514
nr. af bundnum bókum, sem hafa fjölgað síðan,
þegar þstta er skrifað (í nóvember 1923). Félags-
menn munu nú vera milli 30 og 40 að tölu. Árstil-
lag er nú $1.00, var áður 50c (til 1921). Mikill styrk-
ur hefir félaginu verið að arði af samkomum, sem
haldnar hafa verið til arðs fyrir það. Tvær efnis-
skráryfir safnið hafa verið prentaðar, sú fyrri 1915,
hin síðari (viðbætir við eldri skrána) 1923. Félag-
ið á allmikið af skemtibókum, skáldsögum og þess-
konar. .Auk þess bækur, sem teljast mega bæði til
skemtunar og fróðleiks: Allar íslendingasögur, þar
með talin Sturlunga öll og Fjörutíu íslendingaþætt-
ir, sem séra Þorleifur Jónsson á Skinnastað gaf út;
Flateyjarbók (öll) í þrem bindum; Fornaldarsögur
Norðurlanda; Snorra-Edda og Sæmundar-Edda.
Tímarit: Eimreiðin (öll); margir árgangar af And-
vara og Skírni; öldin, Wpg. og fleiri.
Fyrsta júlí samkoma.
Árlega hefir verið haldin skemtisamkoma 1. júlí
eða kringum 1. júlí. Samkomuhald þetta hófst 1.
júlí 1903 og hefir síðan haldist við; ekkert ár fallið
úr. Samkoma þessi hefir verið haldin að Herði-
breið. Á samkomum þessum hefir ýmislegt verið á
“prógramminu”: Ræðuhöld: Mælt fyrir Canada, ís-
landi og Vestur-íslendingum; stundum fleiri ræðu-
höld. Kapphlaup yngri og eldri. Söngur og hljóð-
færasláttur. Glímur. Aflraun á kaðli. Knattleik-
ur (knattspyrna). Að síðustu hefir unga fólkið
slegið í dans. Á samkomum þessum hefir alt farið
fram með siðsemi og reglu.
Góðtemplarastúka, er nefndist “Vorblóm”, var
stofnuð hér 7. apríl 1910, fyrir forgöngu Arinbjarn-