Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 90
68
ÓLAFUE S. THORGrEIRSSON:
maðurinn í þeim flokki, allir hinir kynblendingar.
Vegalengdin frá Winnipeg til Prince Albert var þá
talin 500 nn'lur. 40 daga var flokkurinn að kom-
ast þessa leið. Þess þarf ekki að geta, að þá voru
hvorki járnbrautir né aðrir vegir gerðir af manna-.
höndum á þeirri leið, og torfæran mörg ein. Plokk-
urinn hafði um 50 kerrur og 50 uxa, og nokkra
litla hesta (ponys). Flutningstækin voru gamal-
dags kerrur (Rauðárkerrur?). Kerrur þessar
voru tvíhjólaðar, snn'ðaðar úr tré einvörðungu,
ekki svo mikið sem einn járnnagli í þeim. Þær báru
alt að 1200 punda þunga, á þessum misjöfnu veg-
um, sem um var farið. Éinum uxa var beitt fyrir
hverja kerru. Stórir hópar af visundum sáust þá
víða um slétturnar í Saskatchewan.
Jakob dvaldi í Prince Albert þangað til árið
1885. Vorið 1885 gekk hann sem sjálfboðaliði í
herflokk, sem sendur var frá Prince Albert til að
bæla niður “Riel’s” uppreisnina. Va,r liann ásamt
fleiri íslendingum í bardaganum við Duck Lake
Nefndist sá herflokkur Prince Albert sjálfboðalið.
Þá um sumarið hitti hann nokkra Islendinga, er
voru í 90. herdeildinni. Að finna þá íslendinga og
tala við þá, segir Jakob að hafi verið sér liið mesta
gleðiefni. Hann hafði þá ekki séð íslending í und-
anfarin 8 ár.
Seinni hluta surnars 1885 var Jakob í förum á
gufubát, sem gekk eftir Norður-Saskatchewan-
ánni. Þá um sumarið var mikil gufubátaferð um
þá á. Voru gufubátar þessir að flytja hermenn
fram og aftur og farangur þeirra, því á sú var þá
greiðasta samgönguleiðin til að flytja liermenn-
ina, sem voru að bæla uppreisnina.
Haustið 1885 fór Jakob alfarinn frá Prince Al-
bert, og hélt þá suður til Garðar í Norður Dakota.
Paðir hans var þá búsettur þar. Hafði hann kom-
ið til Ameríku 1883. Þar var Jakob í eitt ár. Pór
þá til Winnipeg. Þar í Winnipeg gifti hann sig 11.
nóvember 1886; gekk að eiga ungfrú Karitas Helgu