Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 93
ALMANAK
G9
Kona Bjarna er Anna, fædd 21. ágúst 1862 á
Húsabakka í Seilulireppi í Skagafjarðarsýslu. For-
eldrar hennar: Jóhann (dáinn 1876?) bóndi á
Húsabakka, Guðmundsson og kona hans Helga
Pálsdóttir. Helga dó 76 ára gömul hjá þeim hjón-
um Bjarna tengdasyni hennar og Önnu dóttur henn-
ar 29. marz 1923. Mjög kynsæl hafa þau orðið, Húsa-
bakkahjón, Jóhann og Helga. Flestir eða allir af-
komendur þeirra munu vera vestan hafs, — í móð-
urætt sína er Anna kona Bjarna komin af Sveini
lögmanni (d. 6. ágúst 1782) Sölvasyni á Munka-
Þverá. Ingigerður (d. 1775) dóttir Sveins lög-
manns var kona Þorkels ólafssonar stiftsprófasts
á Hólum. Þorkell var fæddur 1. ágúst 1738, en
andaðist á Hólum 29. janúar 1820. Einkason þeirra
Þorkels og Ingigerðar var Sölvi prestur í Flugu-
mýrarþingum. Sölvi prestur bjó á Hjaltastöðum.
Hann var fæddur 19. október 1775, dó á Hjaltastöð-
um(?) 16. ágúst 1850. Kona Sölva prests var
Þórey Guðmundsdóttir. Þeirra dóttir Ingibjörg
kona Páls bónda Sigfússonar á Miklahóli í Viðvík-
ursveit. Þeirra dóttir Helga kona Jóhanns Guð-
mundssonar á Húsabakka. Þeirra dóttir Anna
kona Bjarna Tómassonar, sem hér um ræðir. Þor-
kell stiftsprófastur var sonur Ólafs Gíslasfmar
biskups í Skálholti og konu hans Margrétar (d.
1756) Jakobsdóttur. Faðir Ólafs biskups var Gísli
(d. 1707) Ólafsson lögréttumaður í Njarðvík. Kona
Gísla og móðir ólafs biskups var Guðbjörg Jóns-
dóttir í Njarðvík, Halldórssonar. Jón Halldórsson
faðir hennar var fæddur á Járngerðarstöðum í
Grindavík 1623. Bjó hann fyrst 18 ár á Hvaleyri
og síðan í Njarðvík, og þar andaðist hann 1694. Jón
var sonur Halldórs hertekna á Hvaleyri. Halldór
var hertekinn af Tyrkjum í Grindavík 1627. Aftur
kom hann úr herleiðingunni 1628. Halldór bjó
fyrst á Járngerðarstöðum og síðar á Hvaleyri.
Hann var fæddur 1586 og andaðist á Hvaleyri 9.
marz 1648. Faðir hans var Jón prestur Jónsson á