Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 98
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fyrnefnda íauu, sem hann yrkir nú með hinu land-
inu, er liann flutti á. Á síðarnefnda landinu hefir
liann bygt vandað og stórt íveruhús, með nýtízku-
þægindum: miðstöðvarhitun og rafljósum. Mikil
peningshús hefir hann og bygt. Jón hefir búið
stóru búi og gagnsömu, stundað bæði akuryrkju og
nautpeningsrækt, hvorttveggja í stórum stíl. Jón
var með þeim fyrstu hér, sem útveguðu sér þreski-
vél. Hefir hann síðan árlega þreskt fyrir sig og
aðra. Synir hans stjórna þreskivélinni.
Þau Jón og Guðfinna eru sæmdarlijón. Jón er
félagslyndur og liefir mikið komið við félagsmál
bygöarmanna, samkomuhússbyggingu, safnaðar-
málefni og fleira. Örlátur í fjárframlögum til fé-
lagsmálefna, og þegar leitað hefir verið samskota
til hjálpar einstökum mönnum, er orðið hafa fyrir
eignatjóni af slysum, eða fyrir vanheilsu. Stefnu-
fastur og tiilögugóður í hvívetna. Jón er vel efn-
aöur maður cg búhöldur.
Börn þeirra Jóns og Guðfinnu: 1. Tómas Ingi-
mar, corporal í herliði Breta á Frakklandi. Tómás
var fæddur 19. maí 1891. Dó 27. maí 1917, féll í
orustu við Vaten Court á Frakklandi. — 2. Albert
Þórður. — 3. Guðmundur Frímann, bóndi; býr
skamt frá föður sínum. Kona hans er Rúna ívars-
dóttir, í Langruth, Jónassonar, og miðkonu ívars
Þorbjargar Sigurbjarnardóttur. — 4. Guðjón. — 5.
Gústaf Adólf. — 6. Bjarni, stundar nám við æðri
skóla. — 7. Gordon. — 8. Guðrún Victoria kenslu-
kona. — 9. Guðjón Ágúst, dó ungbarn.