Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Qupperneq 100
76
ÓLAFUR, S. THOBUEIRSSON:
félagsmálum. Var liann þá oftast livatamaður og
foringi, og ætíð góður liðsmaður.
Börn þeirra Ingimundar og Katrínar: 1. Tómás
Hjalti. — 2. Guðmundur. — 3. Ólafur Walter; gift-
ur, kona hans er dóttir Guðjóns heitins Erlendsso’n-
ar að Reykjavík P. O., Man., og konu hans Valgerð-
ar Jónsdóttur. — 4. Sigríður, kenslukona. — 5.
Guðfinna. — 6. Ingirín.
Ásmundur Þcrsteinsson. — Hann er fæddur 25.
ncvember 1854 í Nýlendu á Seltjarnarnesi. Foreldr-
ar hans: Þorsteinn bóndi Þórðarson og kona hans
Guðný Vigfúsdóttir. Systkini Ásmundar eru þau
Guömundur, bóndi hér um eitt skeið; Vigfús járn-
smiður og Guðrún kona Bjarna Ingimundarsonar.
Verður þeirra allra getið hér síðar. Kona Ásmund-
ar er Ragnheiöur, dóttir Tómásar Ingim. Hún er
fædd á Litla-Ármóti 22. september 1863.
Ásmundur byrjaði búskap í Þingvallanýlendu.
Flutti þaðan 1894 norðurí Bird Island — eyju skamt
fyrir sunnan Narrows, Man. Flutti þaðan hingað
1897 (?), en nam ekki land. Bjó hér síðan til 1902,
að liann flutti sig til Big Grass bygðar, Man., sem
þá nefndist Marshland P. O., en nú ísafold P. O.
Bjó þar nokkur ár, flutti þaðan til Beaver, Man.,
skamt fyrir sunnan Westbourne. Nam þar land og
bjó þar um allmörg ár. Hefir hann nú selt land sitt
þar syðra og er fluttur í Langruthkaupstað og býr
þar.
Þau Ásmundur og Ragnheiður eru myndarhjón
og hefir altaf húnast vel. Gestrisin eru þau og
hjálpfús, enda njóta þau mannhylli.
Börn þeirra Ásmundar og Ragnheiðar eru: 1.
Tómás. — 2. Þorsteinn, giftur, kona hans er Sigur-
björg Ragnheiður Magnúsdóttir, stjúpdóttir Gests
Einarssonar í Westbourne, Man. — 3. Eyjólfur. —
4. Guðný, fyrv. kenslukona, á heima vestur við
Kyrrahaf, vinnur við bankastörf. — 5. Guðrún, gift
enskumælandi manni, þau búa vestur við Kyrrahaf.