Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 105
ALMANAK
81
uður var stofnaður. Styrkti söfnuðinn bæði í
orði og á borði með ríflegum fjártillögum. Kirkju-
þingsmaður safnaðarins var hann á kirkjuþingun-
um 1918 og 1919. Oft talaði hann eða las upp á
samkcmum bygðarmanna. Hafði ætíð eitthvað
fróðlegt eða skemtilegt að segja, eitthvað það, sem
kom mönnum í gott skap, því hann var bæði fynd-
inn og skemtilegur. Guðbjörg er velgefin kona,
gó'ð búkona, hneigð til bókmenta og les mikið,
einkum skáldrit í bundnu og óbundnu máli; vel
hagmælt er hún, hefir við ýms samsætistækifæri
ort cg flutt mjög lagleg kvæði og vel viðeigandi,
Hún hefir mjög oft vfynð á skemtiskrá við sam-
komur, ætíð heppin í vali þess, er hún Jes upp og
fjytur.
Eörn þeirra Davíðs og Guðbjargar: 1. Jón. —
2. Valdimar, báðir heima með móður sinni.
3. Kristlaug, kaupsýslukona í Langruth, — 4. Elín,
vinnur við verzlun í Winnipeg..
Friðfinnur Þorkelsson. — Hann var fæddur 9.
júlí' 1843 í Laugaseli í Reykdælahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Þorkell Torfa-
son bóndi í Laugaseli cg kona hans Kristbjörg Jóns-
dóttir. Friðfinnur kvæntist 1872 og gekk að eiga
ungfrú Þuríði Jónasdóttur. Hún var fædd 1. apríl
1852 í Núpufelli í Saurbæjarlireppi í Eyjafjarðar-
síslu. Foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson
bóndi í Núpufelli og kona hans Guðrún Þorláks-
dóttir. Síðar bjuggu þau hjón á Æsustöðum og
síðast, um 30 ár, á Finnastöðum. Báðir þeir bæir
eru í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Þuríður
var fóstruð upp hjá Jóni smið Sveinssyni, sem lengi
bjó á Halldórsstöðum í Ljósavatnshreppi.
Þau hjón Friðfinnur og Þuríður byrjuðu búskap
heima á Islandi, bjuggu fyrst í Eyjafirði og síðar í
Þingeyjarsýsiu. Þau fluttu frá íslandi til Ame-
ríku 1883. Fyrst eftir að þau komu til Aíneríku,
dvöldu þau eitt ár í Parry Sound í Ontario. Fluttu