Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 108
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Þorgeir Símonarson. — Hann 'er ættaður úr
Árnessýslu. Iiann var einn af þeim mönnum, er
byrjuðu hér búskap á þeim árum, er bygðin var að
myndast, mun hafa komið hingað 1895(?). Kona
hans er Anna Árnadóttir, Hún er fædd 30, októ-
ber 1860 í Marbæji í Seilulireppi í Skagafjarðar-
sýsju. Poreldrar hennar voru Árni Jónsson bóndi í
Marbæli og kona hans Elízabet Jónsdóttir, Móðir
Elízabetar var Þuríður Vormsdóttir frá Geitaskarði
f Langadal,
Vorið 1899 fluttu þau Þorgeir og kona hans
vestur að Kyrrahafi, Þorgeir settist þar að, Kona
hans kom aftur austur hingað árið 1900. Byrjaöi
hún búskap hér og bjó hér í tvö ár. Flutti svo héð-
an og bjó um nokkur ár skarnt fyrir norðan West-
bourne, Man. Plutti þaðan í kaupstaðinn Lang-
ruth, þegar sá kaupstaður tók að byggjast. Hefir
hún haft þar matsöluhús um undanfarin ár og
heldur því áfram.
Þorgeir er ókunnur þeim, er þetta skrifar.
Kunnugir menn segja hann vel greindan mann og
velgefinn. Anna er prýðisvel greind, dugnaðar-
liona rnikil og hefir á sér kvenskörungsbragð. Trú
og framkvæmdasöm um að styrkja góð félagsmál-
efni með ráðum og dáð. Hefir aflað sér virðingar
og trausts með framkomu sinni.
Jóhann Jóhannsson. — Hann er fæddur 9. júlí
1856 á Húsabakka í Seiluhreppi í Skagafjarðar-
sýslu. Poreldrar lians voru Jóhann Guðmundsson
bóndi á Húsabalika og kona lians Helga Pálsdótt-
ir. Jóhann er albróðir Önnu konu Bjarna Tómás-
sonar (sem nefndur er hér að framan). Þau Jó-
hann og Helga foreldrar þeirra systkina eignuðust
16 börn. Pjögur þeirra eru nú á lífi: Jóhann, sem
liér um ræjðir, Indriði bóndi við Amarantli, Man.,
liona hans er Soffía Priðbjörnsdóttir; Anna kona
Bjarna Tómássonar, og Guðmundína kona Kristó-
fers Ingjaldssonar úrsmiðs í Winnipeg. Þessu er