Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 114
90 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Hjálmar var þjóðkunnur að því, live fagra rithönd
hann skrifaði, enda afbragðs vel hagur maður á
alla smíð. Þegar Jónas var hálf-þrítugur að aldri,
fór hann utan, réðst í siglingar og gerðist farniað-
ur. í þeim sjóferðum var liann í 8 ár, með ýmsum
þjóðum, einkum Dönum, Norðmönnum og Hollend-
ingum. Pór hanu þá víða urn heim, til Austur-
Indíalands, Sumatra og Java, Ameríku og víðar.
Þegar Jónas kom aftur úr þeim ferðum heim til
íslands, var hann fyrst um sinn við sjómensku á
ýmsum stöðum, t. d. í Bolungarvík við ísafjarðar-
djúp cg víðar, hæði á Þilskipum og opnum skipum.
Settist hann svo að á Reyðarfirði. Stundaði þar
bæði sjómensku og verzlunarstörf hjá Priðrik
Wathne kaupmanni. Jónas gifti sig á Reyðarfirði
i). júní 1896 Marene Malene Joensen. Hún er fædd
19. janúar 1871 að Eyde í Austurey í Færeyjum.
Jónas fluttist með Priðriki Wathne frá Reyðarfirði
til Seyóisfjarðar.
Prá Seyðisfirði flutti Jónas með skyldulið sitt
1903 til Ameríku. Var hann fyrst þrjú ár í Argyle-
bygð. Pluttist þaðan hingað í bygðina vorið 1906.
Bjó á leigulandi, en nam ekki land. Hann andaðist
15. október 1909, datt út af vagnæki og beið þegar
bana. .Tónas var velgefinn maður, fróður um
margt. Hafði ætíð eitthvað fræðandi og skemt-
andi á takteinum til umtals. Einstaklega laus við
að vera ýkinn, sem þó mörgum mönnum, er frá
mörgu kunna að segja, hættir við. Enda var hann
enginn mælgismaður. Mjög eftirtektarsamur um
þá menn, er hann hafði haft náin kynni af, og
kunni vel að lýsa þeim. Bókfróður og hélt vel sam-
an bókum sínum. Marene Malene er velgefin kona
og vel greind. Býr hún nú með börnum sínum við
Hayland P. 0., Man.
Börn þeirra Jónasar og Marenar Malenar eru
þessi: 1. Jón. — 2. Hjálmar. — 3. Þorsteinn. —
4. Jónas Óskar Vilhelm. — 5. Rannveig. — 6. Guð-
rún. (Framhald.)