Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 8
B U N A1) A R K 1 T
2
vegna kjötsins en mjólkurinnar. Jafnvel fyrir hálfri ann-
ari öld voru stórar geitfjárhjarðir í Danmörku.
Hver er nú ástæðan til þess, að geitunum hefir fækkað
svo stórum, bæði í Danmörku og víðar? Astæðan er
hin meðfædda tilhneiging geitfjárins að éta hverskonar
jurtagróður, sem tönn á festir.
Eftir að skóggræðslustarfið hófst, gerðu geiturnar oft
og víða meiri og minni usla í nýgræðunum. Mönnum
var fyrirskipað að gæta geitfjárins, en þegar þær fyrir-
skipanir komu ekki að haldi, var smátt og smátt hert
meira og meira á og bannað að hafa geitfé. Mörgum
kom þetta illa, þar sem geitin gaf mikla björg í búið.
og það tókst heldur aldrei að útrýma henni alveg úr
Danmörku.
Baráttan hafði staðið heila öld, en einkum á Jótlands-
heiðum var þrátt fyrir það ekki svo lítil geitfjárrækt
fyrir 80—90 árum.
Nú á tímum er geitfjárræktin rekin á allt annan veg
en áður. Þá höfðu menn hjarðir, sem gengu lausar. Nú
hafa menn fátt geita og þær eru ætíð tjóðraðar úti. Á
þann hátt kemur geitfjárræktin ekki í bága við skóg-
græðslu, garðyrkju eða akuryrkju. Geitin er frá á fæti
og víst ann hún frelsinu, sem vonlegt er. Þó unir hún
líka tjóðrinu vel, en bezt er þó að hafa tjóðurbandið
nokkuð langt, til þess að tjóðurhællinn verði henni ekki
allt of hvimleiður.
Áður fyr höfðu menn geitfé eigi síður vegna slátur-
afurðanna en vegna mjólkurinnar, eins og áður var á
drepið. Margir halda að geitakjöt sé þurrt og strembið,
en það er ekki rétt, ef vel er fóðrað. Bæði geitur og
geithafrar geta orðið spikfeit, einkum fyrir 4—5 vetra
aldur.
Fullvíst er talið, að tamda geitin sé komin af Be-
zoar-geitinni, sem lifir í Asíu. Geitin er skyld og lík
sauðkindinni á margan hátt. Báðar eru jórturdýr, stærðin
er lík, tannbyggingin eins, sami meðgöngutími og tala