Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 18
12
B U N A Ð A B B 1 T
færum kiðlinganna, svo sem það að þeir séu tvíkynja,
og má stundum sjá þessa merki í þólgumyndun við
fæðingaropið. Þessu þarf að gefa gætur, svo sem hægt
er, áður en kiðlingar eru valdir til lífs. — Þá eru og
hafrarnir oft ófrjósamir — allt að 10. hver — vegna
sýnilegra eða ósýnilegra galla á kynfærunum.
Fóðrun.
Geitin þarf að hafa hreint og þurrt loft, en þolir ekki
rakt loft og fúlt, né heldur kulda. Hún leitar sér ætíð skjóls
í hrakviðrum, og í slíkum veðrum ætti ekki að tjóðra geit-
ur — sízt ef kuldi fylgir. — Mjólkin hrapar úr mjólkur-
geitum í kaldri hrakviðratíð, og væri þá bezt að hafa
þær inni.
Geitinni er oft viðbrugðið fyrir nægjusemi og margir
ímynda sér jafnvel, að geitur geti mjólkað vel, þótt þær
hafi lélegt viðurværi.
En í rauninni er geitin ekki nægjusamari en önnur
húsdýr, og einungis þeir, sem gera vel við geitfé, geta
búist við góðum afurðum.
Bezt er að láta geiturnar ganga sem mest úti á
sumrin, en séu þær ekki hýstar um nætur, þá þurfa þær
að geta leitað sér skýlis fyrir regni og kulda í haganum.
Beitiland með miklu fjölgresi er geitinni bezt til hæfis,
einkum skóg-, lyng- og kvist-lendi til fjalla. Mýrlendi
og annað fáskrúðugt beitiland er henni ekki til hæfis,
enda getur hún sótt þangað ormaveiki og aðra hættu-
lega sjúkdóma.
Bezt er að geitur gangi sem mest úti — en eigi þó
ætíð athvarf, að leita sér að skjóli, og megi njóta þess
í hrakviðrum og kulda. Og fái þær ekki nóg úti, verður
vitanlega að bæta upp beitina með góðu fóðri. Engin
skepna getur gefið mikið af sér, nema hún hafi gott
viðurværi og aðhlynningu.
Að vetrinum verður heyið vitanlega aðalfóðrið, og er