Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 19
B U N A I) A R R l T
13
smágert hey bezt. Af því ætti að gefa IV2—2 kg á dag.
Gefa má og grænfóður — 7—8 kg á dag — ef gefa
þarf geitum inni, eða með beit, á þeim tíma, sem það
væri til. Enn má gefa geitum aðrar fóðurteguudir margs-
háttar, sem öðrum skepnum eru gefnar, svo sem: rófur,
kartöflur, fóðurkökur, korn, síldarmjöl, matarleifar o. s. frv.
Af korntegundum eru hafrar taldir beztir handa geitum.
Eins og geitin vill hafa fjölbreytni í beitilandinu, vill
hún líka hafa það í fóðrinu. Það er ekki hægt að fóðra
geitur á samskonar fóðri til lengdar, eins og t. d. sauð-
fé og kýr, heldur verður sífelt að breyta fóðrinu, að
einhverju leyti, annars kemur í þær ólyst. Því hefir verið
veitt eftirtekt, að geitur hrekja bezta fóður, en taka í
þess stað pappírssnepla, vindlastúfa og annað rusl. Og
stundum hrekja þær ilmandi hey, en velja úr rekjurnar
og háma þær í sig. Það má kalla þetta kenjar, en það
verður að taka tillit til þeirra, og það er að þessu leyti
vandasamara að fóðra geitur en annað búfé, svo að þeim
sé til hæfis gert.
Sem sýnishorn af því, hvernig fóðrið á eða má vera
fyrir geit, sem vegur 37 V2 kg, skal bent á eftirfarandi
dagsgjöf: V2 kg hafrar, J/4 kg fóðurkökur, 4 5 kg
skornar rófur og kartöflur, og IV2 — 2 kg hey. En þess-
ari fóðurblöndun verður iðuglega að breyta, því að geitur
verða fóðurleiðar, ef ekki er oft skipt um við þær, t. d.
með því að gefa byggmauk fyrir fóðurkökur, skiptast á
með kartöflur og rófur o. s. frv. Höfrunum verða þær
sízt leiðar á. Þegar kalt er væri gott að gefa þeim eitt-
hvað heitt einu sinni á dag. Undanrenna er góð
geitum.
Laufslægjuhey, lauf og lim og börkur, er gott fyrir
geitur, og sérstaklega holt fóður fyrir þær. — Og alls-
konar úrgang úr búri og eldhúsi má gefa þeim. —
Rétt þykir að hafa saltstein í jötunni hjá geitum og
gott er að gefa þeim svo sem matskeið af beinmjöli
— blandað í fóðrið — 1—2 sinnum á viku. Drykkjar-