Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 20
14
B U N A « A R R I T
vatnið verður að vera hreint, og gjafatími reglulegur frá
degi til dags.
Hirðing á húð og klaufum.
»Hreinlæti er hálf gjöf«, segja menn, og hafa mikið
til síns máls. En hreinlætis-skyldan er oft vanrækt við
geiturnar. Ef geitahúsið er þurrt og undirburðurinn ekki
sparaður, þá er hægðarleikur að hafa geiturnar hreinar
og þokkalegar, en vanti undirburðinn, þá verður að
bursta þær og þurka af þeim, og þvo þær öðru hvoru.
Sé geitin ekki hreinlega hirt, þrífst hún ekki vel, óþrif
koma á hana og hún mjólkar illa. Skörp lykt og bragð,
sem stundum er af geitamjólk, orsakast því nær æfin-
lega af óhreinlæti — eins og með kúamjólkina.
Það má þvo — eða baða — geitina á hverri árstíð
sem er, ef hún er þurkuð vel á eftir og húsið er ekki
kalt.
Klaufirnar þarf að aðgæta 2—3svar árlega. Skal þá
skera neðan af klaufunum, því að það háir geitinni ef
klaufirnar eru of stórar.
Lús er algeng á geitum, einkum á jöðrum eyrnanna.
Til útrýmingar má nota kreolin-vatn, glycerin-bað, tóbaks-
seyði o. fl., og skal þá jafnframt hreinsa húsin. Stund-
um er nýmjólk nuddað inn í húðina og þvegið næsta
dag með volgu vatni, síðan nuddað aftur með nýmjólk
og þvegið á eftir.
Húsið.
Geitahús skal vera bjart, hlýtt, þurt og rúmgott. A
þessu er oft misbrestur, og geitur eru alloft hafðar í
dimmri kró eða afkima, þar sem allt það vantar, sem
vera skyldi. Þarna eru geiturnar kvaldar af vistarver-
unni langtímum saman, og gagnið verður þá líka eftir því.
Geitur eiga helzt að ganga lausar í húsi, þær eru
fjörmiklar og þurfa að hafa mikla hreyfingu. Það er þess
vegna á móti þeirra náttúrlega eðli að vera bundnar-