Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 22
16 BÚN AÐ ARRIT
Húsið verður umfram allt að vera bjart og þannig
sett, að sól geti skinið inn. Gluggar skulu vera stórir
og settir svo, að geiturnar nái ekki til þeirra. Húsið á
að vera hlýtt, og helzt ætti þar aldrei að vera kaldara
en 8°. I vetrarhörkum verður að ganga vel frá dyrum
og gluggum. Undirburðinn má ekki spara, til þess að
gólfið geti verið þurrt. Dyrahurðina er bezt að hafa í
tvennu lagi, efri og neðri hurð, og má þá hafa efri
hurðina opna þegar veður leyfir. — Ef pláss er í fjósi,
má vel hafa geitur þar, því að þær þurfa sama hita og kýr.
Gangi geitur lausar í húsi, svo sem vera ber, þarf
2 m2 gólfflöt fyrir hverja.
Um jötur í geitahúsi skal búa þannig, að geiturnar
komist ekki upp í jötuna, en þeim er tamt að klifra, og
ganga þess vegna í jötu eða garða, þar sem þær koma
því við, óhreinka þær þá heyið og hrekja það. Jötum
skal ætíð halda hreinum, enda vilja geitur ekki óhreint
fóður. Ekki skal bera meira fyrir geitur en þær éta í mál.
Mjólkin.
I mjólkinni eru, svo sem kunnugt er, öll þau nær-
ingarefni — eggjahvítuefni, feiti og sykur — sem nauð-
synleg eru til lífsviðurværis. Nýmjólkin er þess vegna
hið allra þýðingarmesta næringarefni, og þó einkum
fyrir börn. Það er alkunna að barnadauði er mikill þar,
sem mjólk er af skornum skammti, og fer minnkandi
eftir því sem börnin fá meira af mjólk.
Mjólka skal geitur tvennum eða þrennum mjöltum, á
ákveðnum mjaltatímum. Þurmjólka skal júgrið í hvert
sinn og allt skal vera hreint, júgrið, hendur mjaltakon-
unnar og mjólkurílátin.
Það er nokkur munur á samsetningu konumjólkur,
og kúa- og geitamjólk og annara mjólkurdýra, en geita-
mjólkin líkist brjóstamjólkinni meira en kúamjólkin. Þess
vegna er bezt — ef hægt er — að gefa geitamjólk