Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 23
B U N A í) A R R I T
17
þeim börnum, sem ekki geta notið móðurmjólkurinnar,
enda er þetta oft gert, og börn og fullorðnir, sem líða
af vissum meltingarsjúkdómum, hafa oft fengið bata af
geitamjólk.
Samsetning geitamjólkur er talin þessi:
86 o/o vatn,
4.2 o/o feiti,
4.3 o/o eggjahvítuefni,
4.4 o/o sykur,
0,9 o/o sölt.
í geitamjólkinni er um J/2 °/o meiri feiti og ögn meira
af eggjahvítuefnum en í kúamjólk, og hún er þess vegna
næringarmeiri en kúamjólkin.
Það er mikill munur á einstaklingunum hvað fitu-
magnið snertir. Hjá sumum er feitin rösklsga 3 °/o, en
hjá öðrum allt upp í 6 °/o. En sökum þess að geitamjólk
er sjaldan höfð til smjörgerðar, hefir þetta minna að
segja en þegar um kúamjólk er að ræða.
Geitur og geitamjólk er því nær undantekningarlaust
laus við berklagerla, og geitur eru mjög sjaldan berkla-
veikar. Það er talið að ein berklaveik geit komi móti 27
berklaveikum kúm. Það er mikill kostur að geta neytt
geitamjólkur, eins og hún kemur úr júgrinu, án þess að
óttast þurfi smitun.
En geitin getur þó fengið berkla, þótt hún sé ekki
líkt því eins næm fyrir þeim sem annað búfé. Þess vegna
á líka að verja geitur fyrir smitun, og er þá að vísu átt
við að ekki beri að hafa geitur með berklaveikum dýrum.
Það er vitanlega þýðingarmikið atriði, hversu mikið
geitin mjólkar. Reglan er sú, að geitin borgar vel allan
tilkostnað, og kýrin stendur henni langt að baki í því efni.
Þó eru þær geitur til, sem ekki borga fóðrið sitt.
En það gildir um geitina, eins og kúna: Því betra fóður
og hirðing því meiri mjólk. Ætterni og einstaklingseðli
skiptir þó miklu máli.
2