Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 24
18
BÚNAÐARRIT
Hversu mjólkurlagið dýr geitin er, má meðal annars
marka af því, hversu tiltölulega stórt júgur hún hefir.
Miðlungsgóð mjólkurgeit mjólkar 10—12 þyngdir sfnar
á ári. Kýrin gefur venjulega ekki nema 6 — 7 þyngdir
sínar árlega. Meðalársnyt geita í Danmörku er talin um
350 kg. Með úrvali og bættri meðferð mætti hækka
þetta meðaltal verulega. Geitur af úrvalskyni, sem einnig
hafa fengið ágætt fóður og hirðingu, hafa mjólkað yfir
1000 kg á ári, og dæmi er til þess að geit, sem vóg
96 kg, mjólkaði yfir 1300 kg um árið.
í öðrum löndum eru allmörg heilsu- eða hressingar-
hæli, þar sem lækningin er aðallega í því fólgin, að
láta fólkið drekka geitamjólk daglega. Er þetta einkum
gert við brjóst- og meltingarsjúkdóma, og þykir bera
góðan árangur.
Fyrir kálfa, grísi og hænsn er geitamjólkin ágæt, og
þess er ósjaldan getið, að vanþrifaskepnur hafi fengið
þrifnað við það, að fá geitamjólk um hríð.
Smjðr og ostar.
Úr geitamjólk má gera ágætt smjör, og ef sömu að-
ferðir eru viðhafðar, verður ekki fundinn munur á smjöri
úr geitamjólk og kúamjólk, hvorki bragði né útliti. Og
úr geitamjólk má gera margskonar osta, en um það
verður ekki rætt frekar hér.
Geitakjöt og geitaskinn.
Víða, einkum í Suður-Evrópu, þykir geitakjöt betra
en kindakjöt. Danir telja það verra. Þó er geitakjöt
virkilega gott, hafi geitin verið vel fóðruð. Og kiðlinga-
kjöt gefur ekki eftir lambakjöti.
Geithafurskjöt er ágætt í pylsur, með öðru kjöti. Ekki
skyldi þó slátra geithafri á fengitíma, og ekki taka sömu
höndum á skrokknum og húðinni, því að af henni