Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 26
20
B U N A Ð A R U ] T
litlar hægðir, geitin missir lystina og hættir að jórtra.
Skal þá reyna hægar hreyfingar og að nudda varlega
vinstri nára með mjúkri heyvisk eða öðru slíku, og gefa
inn 1—2 matskeiðar af glaubersalti í heitu kamillutei.
Langvarandi lystarleysi er algengt (Kronisk indigestion).
Geitin verður kviðdregin, fjörlaus, geldist, háralagið verður
gróft og strítt, skíturinn kemur í smákögglum og er mjög
þurr. Orsökin er venjulega óheppilegt fóður eða ofkæl-
ing. Er þá reynandi að gefa inn, þrisvar á dag, 1 mat-
skeið af karlsbaðsalti, uppleyst í dáhtlu vatni. í alvarlegri
tilfellum er gefin inn hrein saltsýra, 30—40 dropar í
dálitlu vatni, tvisvar á dag, eða blanda af saltsýru og
lerpentinolíu, vel hrist saman og blandað með kamillu-
tei, og gefið inn þrisvar á dag, !/2 teskeið í senn. Því
miður drepast geitur ekki svo sjaldan af þessum sjúkdómi.
Fái geitin þembu, er hún reist upp að framan, og
þrýst fast og lengi með flötum lófa á vinstri nára Síðan
er gefið inn kalkvatn, !/4 lítri á 10 mínútna fresti, þó
ekki oftar en þrisvar. — Einnig má leggja blautt hand-
klæði um kviðinn og þar yfir ullarteppi. Sé þemban
mikil, getur verið nauðsynlegt að stinga á og hleypa
vindinum út.
Hlessing eða sótt má oft lækna með því, að gefa
inn nokkrar teskeiðar af mulinni krít. Skal þá og bera
vel undir geiturnar, svo að gólfið sé þurrt og þokkalegt.
júgurbólga er ekki sjaldgæf. Skal þá mjólka þétt og
nudda júgrið t. d. með kamfórusmyrslum, Geitin þarf
þá að vera á hlýjum stað.
Doði kemur stundum fyrir hjá geitum, eins og hjá
kúm, og lýsir sér með máttleysi í skrokknum, venjulega
á 1. eða 2. degi eftir burð. Meðferðin er sú sama sem
á kúm og árangurinn oftast góður.
Máttleysi í afturpartinum er algengt hjá kiðlingunum,
og mun ofkæling oftist valda. Verður þá að reyna að
næra kiðlinginn sem bezt, en oft leiðir sjúkdómurinn
til dauða. — Beinkröm og stjarfi kemur helzt fyrir í