Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 32
ganga vel undan vetrinum, annars má búast við afurða-
tapi og vanhöldum á þeiin. Hvenær þær eru látnar bera
að vorinu, verður að miðast við það, hvort ala á upp
undan þeim eða lóga kiðlingunum að vorinu. Ef ala á
upp undan þeim, þá þurfa þær að bera nokkuð snemma,
því ekki má taka kiðlingana unga undan, því þá verða
þeir afarrýrir að haustinu. 5—6 vikna þurfa þeir að vera,
þegar þeim er fært frá, og þarf þá að vera kominn
góður gróður og geiturnar búnar að taka bata. En eigi
að lóga undan þeim að vorinu, er rétt að láta þær bera
seint, svo þær geti verið búnar að taka bata þegar þær
bera. Kiðlingunum skal lóga 4 — 6 nátta, og gæta verður
þess, ef þeir ekki torga úr geitunum, að mjólka þær þá,
svo ekki standi mjólk í þeim, því þá hættir kiðlingurinn
venjulega að sjúga, nema annan spenann. Sé þetta van-
rækt, getur geitin búið að því allt sumarið,
Margir hafa þá aðferð, að fara að stíja geitum (þ. e.
að hýsa þær á næturnar, en hafa kiðiingana úti) sein-
ustu vikuna eða lengur, áður en undan þeim er tekið.
A þenna hátt getur fengist talsverð mjólk, og þetta mun
ekki draga úr framförum kiðlinganna.
Þegar bærilega vorar má sleppa geitum fyrir burð,
þar sem skóglendi er, einkum ef þær eru síðbærar, og
segja þær venjulega til hvenær þær vllja fara að liggja
úti, því þá hætta þær að koma heim að kofanum sínum.
Þegar gróður er kominn, má láta þær bera úti, en gæta
verður þess, að þær komist frá kiðlingunum, og tapi
þeim ekki, og að þær ekki verði mis-sognar. — Sumar-
kofinn þeirra þarf að vera í túnjaðri eða utan túns, og
ekki má leyfa þeim inn í túnið, því á það vilja þær sækja,
ef girðing er ekki trygg. Kofinn þarf að vera þurr og
bjartur. Geitur eru þrifnar — en óþverralegí er, að mjólka
þær blautar og óhreinar. Menn gera ýmist, að hýsa þær á
næturnar yfir sumarið eða láta þær liggja við opinn
kofann. Af eigin reynslu get ég ekki um það dæmt
hvor aðferðin er betri.