Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 35
B Ú N A Ð A B B I 'J’
29
Fóðureyðsla er talsvert misjöfn, og fer eftir beiti-
landinu. Venjulega eyða geitur frekar minna fóðri en ær,
en nauðsynlegt er að það sé gott úthey eða taða.
I fóðurbirgðafélagi hreppsins er allt fóður lagt í fóður-
einingar, og svo reiknað út í lítratali hve mikið af mjólk,
eða verði, fæst fyrir hverja fóðureiningu hjá bændum,
eftir hinar ýmsu búfjártegundir. Að þessu er talsverður
fróðleikur. Tvö síðastliðin ár hefir meðalgeitin í öllum
hreppnum gefið fyrir fóðureiningu 1 kr. fyrra árið, en
síðara árið 87 au., var sá vetur mikið gjaffeldari og af því
stafar mismunurinn1). Til samanburðar má geta þess, að
meðalkýrin í hreppnum gaf 47 au. fyrir fóðureiningu.
Þrátt fyrir þenna afurðamun er alls ekki sagt, að yfir-
leitt sé arðvænlegra að hafa geitur en kýr, það verður
svo margt að taka til greina við þann samanburð.
I fóðureiningu er hér lagt eins og gert er í nautgripa-
ræktarfélögunum, fóðureiningin 25 au. og mjólkurlítrinn
25 au. — Samkvæmt fitumælingunum þá er geitamjólkin
nokkuð feitari en kúamjólk, ca. 5°/o, og betri til skyr-
gerðar og osta.
Til fóðurs er ekki reiknað súrsull, sem geitinni er
gefið, og vitaskuld er nokkurs virði. Svo eru aftur á
móti ekki reiknaðir til tekna killingar, sem látnir eru
lifa til haustförgunar eða viðhalds stofninum, sem hafa
þó talsvert verðgildi.
Um kynbætur er fremur lítið hugsað, þó mun frekar
vera alið upp undan betri mjólkurgeitunum. Algengast
er, að kiðlingshafrar eru notaðir til brúkunar og lógað svo
veturgömlum. Allmargar undantekningar eru þó frá þessu,
og hafrarnir brúkaðir 2 3 vetur, verða þeir þá stund-
um vænir til frálags að haustinu, þar sem þeir ganga
1 skóglendi. Að lóga þeim að vetrinum eftir fengi-
tíð er ekki ráðlegt, því að þá er svo slæmt bragð að
1) Síðastl. 4 ár hefir geitin eytt í fóðri að meðaltali í hreppnum :
56.5 — 54.o — 36.7 og 48.6 fóðureiningum.