Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 36
B U N A Ð A R R I T
30
kjötinu að ill ætilegt má teljast. Kjöt af geitfé, sem lógað
er svo tímanlega að haustinu, að það sé ekki farið að
leggja af, er ekki lakara en kindakjöt. En sé það farið
að leggja af, sem nokkru nemur, þegar því er slátrað,
verður kjötið ekki eins gott. — Geitur geta orðið eldri
en ær, án þess að til muna komi fram rýrð í þeim, eða
afturför til að mjólka.
Það er viðurkennt, að ekkert sé betra í búi bóndans
en góð kýr. Líkt má segja um góðar geitur. En aftur
á móti er lélegasti málnytupeningur eitt hið versta.
Beztu geitur geta í sumum árum allt að því tvíborgað
sig, auk fóðurkostnaðar, en þær lökustu borga ekki
fóðrið.
Mjólkurskýrslur yfir einstakar geitur eru ekki haldnar,
svo um það verður ekki sagt með nokkurri vissu, hve
hámjólka beztu geiturnar eru, en það eitt er víst, að ef
fóðrun og öll meðferð er í bezta lagi, þá geta þær
mjólkað afarmikið, ef til vill nokkuð upp í lélegustu kú.
c. Frá Kristni Guðlaugssyni, Núpi, Dýrafirði:
Geitfjárrækt hefir, að undanförnu, verið dálítið stunduð-
í Isafjarðarsýslu, einkum Isafjarðarkaupstað og kauptún-
unum. Það, sem hér verður sagt, er samkvæmt þeim
upplýsingum, er ég hefi aflað mér hjá þeim, er geitfjár-
rækt hafa stundað hér í sýslunni og lítilsháttar reynslu,
er ég sjálfur hefi.
Flestum ber saman um, að geitfjárræktin sé dável
arðsöm og víða hentug, einkum fyrir þá, sem ekki hafa
ráð á að eiga kýr.
Geiturnar eru látnar bera um líkt leyti og ær. Kiðl-
ingunum er oftast fargað nýbornum, nema þeim, sem
eiga að viðhalda stofninum eða auka hann.
Sé kuldatíð, eða gróðurinn Iélegur, er geitunum gefið
með beitinni eftir burðinn. Eigi þær gott, mjólka þær
oftast 2—3 lítra á dag fyrstu 4—5 vikurnar, og sé