Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 37
B Ú N A Ð A ]{ R 1 T ;}1
beitilandið allkjarngott, mjólka þær 1 — IV2 lítra á dag,
þegar komið er um göngur. Hefir geitin þá mjólkað,
að jafnaði, að minnsta kosti um 220 lítra.
I innistöðu þurfa geldar geitur ekki meira né betrá
fóður en ær. Til beitar eru þær lakari, einkum sé vot-
viðrasamt. Þó geta þær vel létt sér á, einkum ef þær
hafa kvist. Fjörugróður Iíkar þeim líka allvel.
Geitur geta mjólkað að mun, fram á útmánuði. Þurfa
þær þá auðvitað lilsvarandi afurðafóður.
Utihirðing geitanna er lítil. Á sumrin má venja þær á
að koma sjálfar til mjalta, þegar á þær er kallað. Á
vetrum eru þær oftast látnar sjálfráðar um beitina.
Húsið að eins opnað, þegar beitarfært þykir. Leita þær
þá gjarnan sjálfar frá húsinu og koma svo aftur, ef
kallað er, eða þeim líkar ekki útivistin. Séu margar
saman í húsi, er samkomulagið oft ekki sem bezt. Eru
þær gjarnar á að hafa eina eða fleiri »út undan*.
Verulegur ókostur er það, hve illt er að verja lönd
fyrir geitum. Þær klifra, stökkva og smjúga svo, að
furðu gegnir. Þær sækja mjög í garða og eru þar hinir
mestu spillvirkjar. Talsvert mun úr þessu mega bæta
með því að setja grindur um horn þeirra eða háls.
Kjöt og ull af geitfé þykir lítils virði. En sútuð geita-
skinn eru verðmæt, svo sem kunnugt er.
Á Isafirði og í kauptúnunum í ísafjarðarsýslu, mun
lítri af kúamjólk seldur 35—45 au. — meðalverð um 40 au.
Geitamjólk er heldur ríkari að næringarefnum en kúa-
mjólk og ætti því sízt að vera ódýrari. Sé meðal geitar-
nyt, frá burði til gangna, talin 220 lítrar og hver á 40 au.,
verður hún hvorki meira né minna en 88 kr. —
Fóðrið þarf naumast að reikna meira en 15 — 20 kr.,
sé ekki alið til mjólkur. Arðurinn virðist því all-álitlegur,
og jafnvel þó mjólkurverðið væri lækkað um helming,
verður sumarnytin samt 44 kr. virði, og það verðlag
er sanni nær, til sveita.