Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 38
32
BÚNAÐARRIT
Greinar þær um geitfé, sem birtar eru hér að framan,
eru þannig til komnar, að höfundur fyrstu — og aðal-
greinarinnar — bauð Búnaðarfélagi Islands hana til
birtingar út af fyrir sig eða í »Búnaðarritinu«. Höfund-
urinn, hr. O. P. Pyndt, er ráðunautur Dana í geitfjár-
rækt, og hefir gegnt þuí starfi með miklum áhuga um
langan aldur, enda er hann nú aldraður maður. Oskaði
hann að íslendingar mættu njóta góðs af þekkingu sinni
og áhuga á geitfjárræktinni, og vill »Búnaðarritið« hér
með votta honum alúðar þakkir fyrir það, í nafni Bún-
aðarfélags Islands.
Eðlilega hefir Pyndt engin náin kynni af skilyrðunum
fyrir geitfjárrækt hér á landi, eða hinni lítilfjörlegu geit-
fjárrækt íslendinga, og gat því eigi sniðið grein sína
eftir íslenzkum staðháttum. Fyrir því þótti rétt að láta
grein hans fylgja smágreinar frá nokkrum þeim mönn-
um, er ætla mátti að bezta þekkingu hefðu á geitfjár-
rækt hér og mesta reynslu. »Búnaðarritið« sneri sér því
til nokkurra slíkra manna, og eru hér birtar greinar frá
þeim þremur, sem látið hafa til sín heyra. Von var á
fjórðu greininni, en það hefir brugðist að hún kæmi.
Greinar bændanna eru góð viðbót við grein Pyndts,
og allar saman ættu þær að geta vakið menn til um-
hugsunar um geitfjárrækt hér á landi, frekar en nú er,
og orðið til góðra leiðbeininga þeim, er geitfjárrækt vilja
stunda. Fyrir því þakkar »Búnaðarritið« þeim, sem hér
hafa lagt til málanna, öllum og sérhverjum fyiir sinn skerf.
Vegna þeirra, sem sérstakan áhuga hafa á því að kynna
sér geitfjárrækt, verða greinar þessar sérprentaðar og
sendar endurgjaldslaust þeim, er þess óska, meðan upp-
lagið endist. Og finni einhver hvöt hjá sér til að skrifa
frekar um geitfjárrækt, eftir að hafa lesið þessar greinar,
þá mun «Búnaðarritið« taka það til birtingar, ef álíta
má að það geti orðið geitfjárræktinni til freuari eflingar.
j