Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 39
Búnaðarrit
Búfjártryggingar og vanhöld.
Árið 1926 skrifaði ég grein í »Búnaðarritið« um
nauðsyn vátrygginga á búfé. í lok greinarinnar sneri ég
mér til allra hreppstjóra á landinu og bað þá um upp-
lýsingar um vanhöld búfjárins, svo að Búnaðarfél. fslands
gæti búið þelta mál undir fullnaðar úrlausn. Um ty4
hreppstjóranna svaraði spurningunum fyrir það eina ár.
1928 setti Alþingi lög um búfjártrvggingar. 15. gr.
laganna mælir svo fyrir, að »til Ieifbeiningar um rétt-
látan og hæfilegan mælikvarða fyrir iðgjalda greiðslum,
skal atvinnumálaráðherra leggja fyrir lögreglustjóra lands-
ins, að safna skýrslum um vanhöld á búpeningi, í því
formi, sem ráðherrann ákveður*. Síðar í sömu grein
segir að »skýrslum þessum skuli safnað, svo lengi sem
þurfa þykir, og eigi skemur en í 5 ár«.
Nú eru að sönnu þessi lög numin úr gildi, með lög-
um um búfjárrækt frá 1931, V. kafla; en þar eru þau
tekin upp óbreytt að þessu leyti, sbr. 28. gr., og yfirleitt
lögin öll með litlum breytingum.
Til þess að búfjáreigendur landsins geti gert sér Ijóst,
hve söfnun vanhalda skýrslna er nauðsynlegur undir-
búningur undir framkvæmd búfjártryggingarlaganna, og
hve búfjártryggingarnar eru nauðsynlegar þeim, er bú-
fjárrækt stunda, þá fer hér á eftir útdráttur úr vanhalda-
skýrslunum 1930, sem undirritaður hefir unnið úr, eftir
fyrirlagi atvinnumálaráðherra.
Skýringar þær, er skýrslunni fylgja, eru gerðar til
leiðbeiningar fyrir þá, er skýtslum eiga að safna næstu
árin, en það eru hreppstjórarnir og lögreglustjórar.
3